Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
Veiran sem smýgur um þjóðarlíkamann - grein Njarðar P. Njarðvík
7.1.2009 | 15:55
Markaðshyggjan hefur margs konar ásýnd. Skrifar Njörður P. Njarðvík í Fréttablaðið í dag. Hann bætir svo við: Og sumar sjást ekki, því að hún á til að bregða fyrir sig ýmsum grímum til að dylja eðli sitt. Ekki einasta hefur hún kollsteypt öllu efnahagslífi á Íslandi. Hún hefur einnig reynst eins konar veira sem smýgur um allan þjóðarlíkamann og lamar nánast ónæmiskerfið. Til að mynda hefur henni tekist að eitra íþróttir og menningarlíf. Sjúkdómseinkennin sjáum við dag hvern í öllum fjölmiðlum landsins, enda heldur hún áfram að grafa um sig.
Um þessa veiru og margt fleira áhugavert ætlum við Njörður að ræða í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu næstkomandi föstudag, 9.janúar. Njörður er margfróður maður, vel lesinn og ekki síst á hann mikla lífsreynslu að baki. Það verður áhugavert að setjast niður með Nirði og spjalla, og ekki síður verður gaman fyrir hlustendur að heyra hvað hann hefur að segja.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Hagræðing um 1,3 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
Guðmundur verður gestur minn
6.1.2009 | 15:09
Guðmundur Steingrímsson verður gestur minn í morgunútvarpinu á Útvarpi Sögu í fyrramálið milli kl. 8 og 9.
Ég ætla að reyna að komast að því hvort hann gangi með forsætisráðherra í maganum og hvernig honum lítist á lífvænleika núverandi ríkisstjórnar. Það verður líka að ræða efnahagsmálin, ástandið á Gaza svæðinu og hvernig honum líst á hið nýhafna ár.
Margt fleira ber ábyggilega á góma, enda Guðmundur með eindæmum skemmtilegur maður.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifara en endurspeglar ekki á neinn hátt afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Guðmundur í Framsóknarflokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)