Einhvers konar röskun...
29.7.2009 | 11:36
Ein alvarlegasta tegund persónuleikaröskunar er persónuleikatruflun af andfélagslegri gerð, sérstaklega af því að hún kemur verst niður á öðrum. Meðal einkenna má nefna:
- Tillitsleysi við aðra og hneigð til að brjóta á öðrum í eiginhagsmunaskyni.
- Virðingarleysi fyrir siðum, reglum og lögum sem leiðir oft til afbrota.
- Viðkomandi beita ofbeldi ef það þjónar eigin stundarhagsmunum.
- Beita lygum og blekkingum auðveldlega.
- Hafa litla stjórn á löngunum, framkvæma fljótt það sem þeim dettur í hug en sjá ekki fyrir afleiðingarnar og læra ekki af reynslunni.
- Hafa grunnar tilfinningar og hafa ekki samúð með öðrum nema á yfirborðinu.
- Hafa ekki hæfileika til að tengjast öðrum tilfinningaböndum.
- Samviskuleysi.
- Siðblinda.
Yfirlýsing frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Góð færsla, kann að meta svona.
Skáholt, 29.7.2009 kl. 11:46
Ansi góðir punktar. Held að vel flestir af þessum köllum hafi þjáðst af þessum einkennum.
Krummi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 11:54
öðru nafni "psychopath"
sandkassi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:01
Mér finnst þetta hljóma eins og Björgólfarnir sem hafa bæði látið menn hverfa af yfirborði jarðar í samvinnu við rússnesku mafíuna og svo hvernig þeir ljúga upp í opið geðið á þjóðinni sem þeir rændu í glæpum sínum gegn henni. Peningaþvottastöð þeirra Landsbankinn var eingöngu svikamylla fyrir Rússnesku mafíuna enda merkilegt hvernig allar þessar innistæður hurfu bara í hruninu.
Grímur H. Kolbeinsson (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.