Hvar liggur fjöregg Íslands?
26.7.2009 | 13:17
Jón Sigurðsson taldi að Ísland hefði alla burði til að sjá um sín eigin málefni. Til þess að svo mætti verða og landinu ætti að farnast vel, þyrftu Íslendingar að öðlast fullt löggjafarvald, aðskilinn fjárhag, jafnrétti og innlenda stjórn. Reynslan hefði sýnt að það væri ómögulegt að stjórna Íslandi frá Danmörku. Hafði hann rangt fyrir sér, kallinn?
Maður spyr sig, ástandið hefur ekki beint verið geðslegt hér í gegnum tíðina, eða hvað? Og allra síst uppá síðkastið. Óðaverðbólga, óstöðugt gengi og gengisfellingar, mikil spilling og hvítflibbaglæpir, mikil stéttaskipting og fátækt, heilbrigðiskerfi í molum, almannatryggingar eins og þær gerast allra verstar. Í alla staði einstaklega vel rekið bananalýðveldi.
Já, hefði okkur kannski verið betur komið undir danskri stjórn áfram? Eigum við að líta á sjálstæðisbaráttu fyrri tíma sem stór mistök sem leiddu af sér þennan hroða? Eru fámennar þjóðir ófærar um að annast eigin mál, á grundvelli þess að fámennið getur skapað einmitt jarðveginn sem spilling og önnur óáran sprettur úr? Jafnvel óafvitandi; það hefur ekki þótt óeðlilegt á Íslandi að "maður þekki mann" og þannig komist hlutirnir í verk. Hvað er til ráða?
Hvar liggur framtíð íslenzku þjóðarinnar?
Vill fresta umsóknarferli ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 13:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.