Hvernig stendur á þessu?
9.7.2009 | 09:56
Við höfum gortað okkur af því Íslendingar í gegnum tíðina að hér sé svo öruggt að búa en hver er reyndin. Reyndin virðist þó vera sú að hér fær fátt að vera í friði sem ekki er beinlínis vaktað allan sólarhringinn. Öll þekkjum við veggjakrotið og þá döpurlegu staðreynd að símaklefar hafa sjaldan átt langa ævi hér um slóðir. Enn ein birtingarmyndin er þessi vandalismi í Laugardalnum í nótt, ég velti fyrir mér hvað það er sem veldur þessarri vanvirðingu fyrir eigum annarra og sameignum okkar?
Svo var annað sem ég tók eftir í gær; ég var að þvælast um miðbæinn, kíkti í Hljómskálagarðinn og garðinn við Fríkirkjuveg 11. Þar er einhver slæðingur af styttum og ekki nema örfáar eru merktar með heiti og nafni listamannsins sem gerði þær. Það er svolítið með styttur eins og landslag, þær missa svolítið gildi sitt ef þær heita ekki neitt. Það getur varla verið mikið mál að setja lítinn skjöld á fótstallinn svo við þessir forvitnu getum vitað hvað er þarna fyrir augum okkar. Nema skjöldunum sé alltaf stolið jafnóðum. Það gæti auðvitað verið.
Ég leit aðeins inn í Hljómskálann sem er búið að breyta í kaffihús og það er vel að það skuli vera líf í þessu fornfræga húsi. Það hefði samt mátt vera aðeins meira líf í"gengilbeinunum" þar. Þær voru hálfönugar og höfðu tiltölulega lítinn áhuga á gestum sínum. Það var ekki fyrr en að landskunn manneskja stóð upp frá borði sínu og þakkaði fyrir beinann að eitthvað líf færðist í stúlkurnar, þær kvöddu óskaplega glaðlega og settu svo upp sama súra svipinn.
Svona viðmót er auðvelt að laga.
Kveikt í Guttormi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
O, þetta er svo ömurlegt og sorglegt. Þarna höfðu tekið sig saman yngri og eldri og búið til listaverk. Fólk sem er í lagi og ekki í veseni (a.m.k.á meðan)
Þá eru það "hinir" sem ekki tóku þátt sem fá athyglina á skemmdarfýsnina. Auðvitað á þetta fólk/ungmenni/krakkar eitthvað verulega bágt í sálinni.
Ég er með alltof lágan blóðþrýsting svo það er nóg fyrir mig að fara inn á kaffihús/veitingastað/verslun sem veitir þjónustu af sofandi dónum. ARRRRRG (blóðþrýstingur fer í eðlilegt horf smátíma :) )
Eygló, 10.7.2009 kl. 01:04
Anda inn... anda út
Markús frá Djúpalæk, 11.7.2009 kl. 13:20
Ruglaðist alveg, andaði inn og andaði inn. Sé núna að það voru ekki þín tilmæli. Geri þetta rétt núna, var orðin eitthvað svo bláleit.
Eygló, 11.7.2009 kl. 21:46
Það var líka eins gott...
Markús frá Djúpalæk, 12.7.2009 kl. 09:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.