Veiran sem smýgur um þjóðarlíkamann - grein Njarðar P. Njarðvík

njordurMarkaðshyggjan hefur margs konar ásýnd. Skrifar Njörður P. Njarðvík í Fréttablaðið í dag. Hann bætir svo við: Og sumar sjást ekki, því að hún á til að bregða fyrir sig ýmsum grímum til að dylja eðli sitt. Ekki einasta hefur hún kollsteypt öllu efnahagslífi á Íslandi. Hún hefur einnig reynst eins konar veira sem smýgur um allan þjóðarlíkamann og lamar nánast ónæmiskerfið. Til að mynda hefur henni tekist að eitra íþróttir og menningarlíf. Sjúkdómseinkennin sjáum við dag hvern í öllum fjölmiðlum landsins, enda heldur hún áfram að grafa um sig.

Um þessa veiru og margt fleira áhugavert ætlum við Njörður að ræða í Síðdegisútvarpinu á Útvarpi Sögu næstkomandi föstudag, 9.janúar. Njörður er margfróður maður, vel lesinn og ekki síst á hann mikla lífsreynslu að baki. Það verður áhugavert að setjast niður með Nirði og spjalla, og ekki síður verður gaman fyrir hlustendur að heyra hvað hann hefur að segja.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Hagræðing um 1,3 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Máni Ragnar Svansson

Njörður er ótrúlega vel gefinn maður.  Hlýr og vel þroskaður andlega.  Sannkallaður mannvinur.  Ég sjálfur hlusta reyndar aldrei á útvarp, en kannski maður láti sig hafa það ....... datt annars í hug þetta eftirnafn hans, hef aldrei leitt hugann að því áður.....er hann úr Njarðvík ? hvernig kom þetta til ? og í framhaldi af því datt mér í hug af hverju er enginn með eftirnafnið Reykjavík.  Bara svona hugdetta he he

Máni Ragnar Svansson, 7.1.2009 kl. 16:52

2 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Ég held að hann sé frá Njarðvík á austfjörðum.

Ég hef alltaf öfundað hann mikið af þessu frábæra nafni.

Þórður H. Njarðvík.... hljómar sexy!

Þórður Helgi Þórðarson, 8.1.2009 kl. 09:57

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ég er að hugsa um að taka upp nafnið Markús frá Djúpalæk. Hvernig hljómar það?

Markús frá Djúpalæk, 8.1.2009 kl. 11:35

4 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Mjög flott, díll segir Þórður H. Njarðvík

Þórður Helgi Þórðarson, 8.1.2009 kl. 11:37

5 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þórður H.Þ. Njarðvík. . hljómar virkilega vel.

Markús frá Djúpalæk, 8.1.2009 kl. 11:45

6 Smámynd: Snorri Magnússon

Á ég þá ekki bara að taka upp nafnið Snorri frá Reykjavík - Snorri M. Reykjavík.....

Var ekki gaman að tala við Njörð?  Verst að hafa ekki haft tíma til að hlusta!!

Snorri Magnússon, 15.1.2009 kl. 00:01

7 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jú, það var mjög skemmtilegt og áhugavert að spjalla við Njörð. Ég verð bara að komast að hvenær þetta verður endurtekið. Snorri M. Reykjavík, ljóðskáld. Hljómar vel.

Markús frá Djúpalæk, 15.1.2009 kl. 08:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband