Þau eru svolítið eins og hjón - samt í hjúskap með öðrum

 

Maður og kona sem höfðu aldrei hist áður, en voru bæði gift öðrum, höfðu verið bókuð í sama lestarklefann á ferðalagi.
Eftir frekar vandræðalega stund og óþægilegar mínútur yfir því að þurfa að deila klefa, voru þau bæði orðin mjög þreytt og sofnuðu.
Hann í efri koju og hún í neðri kojunni.
Um klukkan eitt um nóttina hallaði maðurinn sér yfir kojuna og vakti konuna blíðlega.
Pst...pst.... sagði hann.
Fyrirgefðu  frú að ég sé að trufla þig en viltu vera svo væn að opna
skápinn fyrir mig og rétta mér annað teppi, mér er svo kalt.
Ég hef betri hugmynd, sagði hún.
Hvernig líst þér á að við látum eins og við séum gift - Bara í nótt ?
Jahá - það er frábær hugmynd svaraði hann.
Gott sagði hún: "Farðu þá og náðu í þitt andsk... teppi sjálfur"
Eftir augnabliksþögn rak hann við.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Óska eftir launalækkun
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

Er brandarinn í samhengi við fréttina? Þá að GHH og ISG séu svona næstumhjón?

Sagan góð, hvað sem hinu líður :) 

Beturvitringur, 21.11.2008 kl. 22:05

2 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 22.11.2008 kl. 04:25

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Þekki ekki svona vandamál. Minn hefði pottþétt lánað teppið sitt öllum konum - en ég væri sú eina sem hann myndi "tökka inn".

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.11.2008 kl. 07:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband