Íslenzka efnahagsundrið í hnotskurn - örlítil dæmisaga
22.10.2008 | 09:57
Þú átt 2 kýr. Þú selur 3 þeirra til fyrirtækis á opnum markaði með veði í gervifyrirtæki mágs þíns, gengur svo frá yfirtöku með vísan í skráningu á markaði þannig að þú færð allar 4 kýrnar tilbaka og skattaívilnanir vegna einnar til viðbótar. Afurðarétturinn af kúnum 6 er færður yfir á fyrirtæki í Karíbahafinu, en leynilegur meirihlutaeigandi þess selur þér aftur réttinn að öllum 7 kúnum. Samkvæmt ársskýrslu á fyrirtækið nú 8 kýr, með eigendarétti að einni til viðbótar. Þú selur eina kú til þess að þóknast ónefndum stjórnmálamanni og átt þá níu kýr. Rétturinn að nautinu er seldur almenningi í hlutafjárútboði.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Eigið fé Kaupþings 75 milljarðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:59 | Facebook
Athugasemdir
Jaaá, nú skil ég þetta
NN (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 10:57
Elísabet Markúsdóttir (IP-tala skráð) 22.10.2008 kl. 20:23
Sé þig í fjósinu elskan ;) ... í alvöru.. -þér er ekkert alvara eða hvað?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 23.10.2008 kl. 02:58
Auðvitað er honum alvara. Lesið bara sjálf..... www.vald.org
Snorri Magnússon, 24.10.2008 kl. 22:26
Galdurinn kúrir kannski í fyrra orði bókarinnar. Það er svo margt falið. Líka vald.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.10.2008 kl. 03:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.