Það sem ekki má gerast!

cannibalFimm mannætur fengu vinnu í verðbréfafyrirtæki. Þegar forstjórinn tók á móti þeim sagði hann “Þið eruð núna hluti af liðsheild okkar. Hér getið þið haft góð laun og fengið að borða í matsalnum. Þess vegna langar mig að biðja ykkur að láta starfsfólkið í friði.” Mannæturnar lofuðu öllu fögru.
Fjórum vikum seinna kom forstjórinn og sagði “Þið eruð allir mjög duglegir við vinnu ykkar og ég er mjög ánægður með hvernig þið hafið leyst ykkar verk af hendi. Það eina er að einn af húsvörðunum er horfinn. Vitið þið nokkuð um það?”

Mannæturnar hristu höfuðið og sögðust ekkert vita um hann.
Þegar forstjórinn var farinn sagði foringi mannætanna “Jæja, hver ykkar át húsvörðinn?” Einn hinna rétti hikandi upp höndina. Foringinn sagði við hann “Helvítis asni geturðu verið. Í fjórar vikur erum við búnir að éta hópstjóra, verkstjóra, verkefnisstjóra og deildarstjóra og enginn hefur tekið eftir neinu og þá! Þarft þú að fara að éta húsvörð !!!

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.

 


mbl.is Fréttaskýring: WaMu gleyptur í stærsta bankaþroti Bandaríkjanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Beturvitringur

... og ekki heldur ræstingafólk, sendla eða símsvörunarfólk.  Mikið fjári er þetta góð saga. Lægst launaða fólkið, sem er í raun í forgrunni, eru rætur fyrirtækjanna og keðja sem má ekki slitna án þess að allt stoppi fljótlega.

Svo er t.d. fólki við símsvörun sagt að það sé andlit fyrirtækisins (sem að sönnu er satt; frítt eða ófrítt).... til að mæra það í stað þess að launa það veglega.

Beturvitringur, 26.9.2008 kl. 13:37

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Það er mikill sannleikur í þessarri sögu. . .

Markús frá Djúpalæk, 26.9.2008 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband