Er ég paranoid
25.9.2008 | 13:00
...eða eru "flugatvik" sem þetta að verða algengari en áður var hjá íslenzkum flugfélögum? Einhver sem vit þóttist hafa á sagði mér að áður en "ævintýri" útrásarkónganna hófst hafi íslenzk flugfélög gengið lengra í öryggis- og viðhaldseftirliti en en reglur kröfðust. Hann sagði líka að núna væru breyttir tímar, reglum væri fylgt en ekki meira en það. Ég hef ekki vit á því en miðað við tíðindi síðustu mánaða gæti ég alveg trúað að þetta væri satt.
Spurning um að taka bara rútuna.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Öryggislending í Glasgow | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Nei, ég get nú ekki sagt að ég hafi verið var víð frekari "flugatvik" hérna heima, það er bara lögð meiri athygli á þetta eftir það sem gerðist á Spáni og í Rússlandi. Flugferðir eru enn öruggasti ferðamátinn, ekki veit ég um mikið af slysum hjá Flugleiðum("Icelandair").
Það er enginn þörf fyrir því að vera að stressa sig yfir þessum málum, annars ætti maður að vera stressa sig yfir því að vera keyra daglega, með stanslausa ökuníðinga í rassgatinu á manni. :@
Einar Ólafsson (IP-tala skráð) 25.9.2008 kl. 13:43
Hehe, já mikið til í þessu með umferðina
Markús frá Djúpalæk, 25.9.2008 kl. 13:44
Ég held áfram að fljúga sótrauð og ótrauð. Passa mig bara á að hafa extra skammt af rommi í handfarangdi til að skvetta í mig ef kemur til nauðlendingar. Gæti trúað að þessar 30 mínútur þar til lending var afstaðin hafi verið farþegum þessarar vélar ansi langar.
Líkurnar á að farast í flugslysi eru sem betur fer afar litlar. Og ef svo fer...þá er ekkert við því að gera.
Hakunamtata..
Brynja Hjaltadóttir, 25.9.2008 kl. 15:44
Ef það væri bara líka til Iceland sea travel þá væri það flott,slaka á í klefa og á dekki,éta í matsalnum og njóta þess vel
Landi, 25.9.2008 kl. 18:48
Landi - ég væri sko meira en til í það. Brynja - ég held samt að það sé fjári vond upplifun að lenda í flugslysi.
Markús frá Djúpalæk, 25.9.2008 kl. 18:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.