Stundum velti ég fyrir mér...
25.9.2008 | 10:33
-Hvernig væri að vakna á morgnana, án kvíðahnúts í maganum.
-Hvernig væri að fara að sofa á kvöldin án þessa sama kvíðhnúts.
-Hvernig það væri að vera ekki alltaf, alla daga illa haldinn af völdum þessa kvíðahnúts?
-Hvernig það væri að verkja ekki stanslaust í höfuðið og axlirnar.
-Hvernig það væri að finna mun á því hvort það er sól og blíða eða rok og rigning.
-Hvernig það væri að koma einhverju fleiru í verk en því allra, allra nauðsynlegasta.
-Hvernig það væri að raunverulega hlakka til einhvers. Þó ekki væri nema helgarinnar.
-Hvernig það væri að hrökkva ekki í kút í hvert skipti sem gemsinn hringir.
-Hvernig það væri að finnast dagarnir stórkostlegir, tækifæri og áskorun. Eða bara í lagi.
-Hvernig það væri að finna til gleði yfir fallegum hlutum, heillast af tónlist og hlæja að brandara.
-Hvernig það væri að geta sest niður og einbeitt sér að einhverju spennandi verkefni.
-Hvernig það væri að geta hjálpað stelpunum mínum með heimanámið, eða annað sem þær langar eða þurfa að gera.
-Hvernig það væri að geta farið áhyggjulaus í frí og notið hverrar mínútu. Flestra væri reyndar nóg.
-Hvernig það væri að vera viss um að ég sé að gera rétt með að skrifa þetta.
-Hvernig það væri að geta horfst í augu við sjálfan mig og aðra og geta óhikað sagst vera frábær.
Ég velti þessu og mörgu öðru fyrir mér, oft á dag. En finn engin svör.
Held ég beri alfarið ábyrgð á því að hafa skrifað þetta. Mogginn og blog.is komu þar hvergi nærri.
-
Athugasemdir
Nei - svörin eru fá! Spurning um að koma sér upp kæruleysislegu fasi.......?
Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 10:58
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 25.9.2008 kl. 11:00
Þunglyndi þarf ekki að eiga sér orsök, Dúa mín. Það áttu að vita ef þetta er þitt sérsvið. Ég hef þekkt "svarta hundinn" afar persónulega í amk 20 ár. Okkur semur ágætlega ef ég man eftir að gefa honum að éta.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2008 kl. 10:03
Þetta er runa af klassískum einkennum þunglyndis, hversu viðvarandi eða tímabundin sem þau kunna að vera. En ég skil hvað þú ert að fara, Dúa.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.9.2008 kl. 15:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.