Gamlir skipstjórar myndu kalla þetta strand
18.9.2008 | 13:05
Ég held að gamlir sjóhundar myndu segja að DeCode væru ekki lengur í ölduróti heldur strandað, og það kannski fyrir löngu. Það er búið að róa einhvers konar lífróður óratíma og búið að ausa dallinn endalaust en allt kemur fyrir ekki. Skútan er strand, og næsta verkefni verður sennilega að koma áhöfninni frá borði í snarhasti. Sérstaklega skipstjóranum.
Eigendurnir, hluthafar útgerðarinnar, bera svo skaðann af strandinu, því að líkum var þessi skekta ekki nægilega vel tryggð. Björgunarlaunin verða svo færð skippernum og hluta áhafnarinnar svo hún geti hróflað saman nýjum báti til að selja hlut í.
Þá hefst ný og æsileg sjóferð.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Gengi deCode í ölduróti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 13:09 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.