Þegar Michael hafði húðlit
13.9.2008 | 11:10
Þetta lag gáfu þeir félagarnir Paul McCartney og Michael Jackson út síðla árs 1983 og það sat á toppi Billboard listans fram yfir áramótin. Þetta var í annað skipti sem Paul og Michael sungu saman lag, fyrsta lagið var The girl is mine sem allir ættu að muna eftir. Eiginkona Pauls, Linda og systir Michaels La Toya leika með þeim í þessu myndbandi sem sýnir ferð svikahrappa um uppsveitir Villta Vestursins.
Til gamans má geta að næsta lag sem Michael Jackson gaf út var Þrillerinn klassíski. Þetta var í síðasta skipti, hingað til, sem Paul náði lagi á topp Billboard listans, en hann er ekkert dauður úr öllum æðum enn, kallinn. Owner of a lonely heart með hljómsveitinni Yes tók svo við af Say say say á toppi listans.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.