Skemmtilegir Skotar
10.9.2008 | 21:22
Ég ætla nú ekkert að tala um leikinn sem var í sjálfu sér hin bezta skemmtun. Heldur ætla ég að tala um þessa sérstöku pilsklæddu menn, sem voru eins og maurar á þúfu um allt, eftir leikinn. Þrátt fyrir sigur voru þeir frekar alvarlegir á svip, flestir, nema hugsanlega þeir sem höfðu fengið sér hvað mest af Loch Lomond fyrir leik. Þeir létu glaðhlakkalega og létu sig falla í þúfurnar umhverfis Þjóðarleikvanginn, dönsuðu og sungu. Ég verð að viðurkenna að mér finnst búningarnir þeirra flottir. Margir þeirra voru í stórglæsilegum jökkum og með fagurskreytt höfuðföt við Kiltin sín og sumir burðuðust meira að segja með sekkjapípur og reyndu margir að kreista úr þeim tónlist.
Það sem vakti samt mesta athygli mína var hegðun Skotanna, atferli og framkoma. Þeir brostu og veifuðu og heilsuðu Íslendingum með handabandi og þökkuðu þeim fyrir leikinn. Það var ekki til í þeim einhver hroki yfir sigrinum, þeir bara höfðu voða gaman af því að vera þarna og voru greinilega á leið í miðbæinn til að gleðjast enn meira.
Hversu kátir og glaðir þeir verða eftir fagnaðarlætin í fyrramálið er svo verra að spá um en - mér finnst Skotar skemmtilegir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Skotar unnu nauman sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Iss, að geta ekki unnið svona pilskellingingar í fótbolta. Ég er viss um að þeir ganga í kjólum heima hjá sér og hefðu tapað fyrir öllum öðrum en Íslendingum. Þeir ættu kannski séns í hekli eða pönnukökubakstri...
Þetta var annars bara létt grín, mér finnst skotarnir alveg yndislegir líka!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.9.2008 kl. 22:10
Skotarnir voru skemmtilegir og settu mikinn svip á pallanna.
Klukk
Landi, 10.9.2008 kl. 22:11
Það eru nú til skemmtilegri myndir en þetta af skota í kilt
En gaman að lesa að hvað þeir voru kurteisir.
Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 00:59
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 08:38
Frábær þjóð Skotar ...og svo göfugir. Hugsa ekki bara um rassin á sjálfum sér heldur gefa til góðgerðarmála hvað þá annað! Flottastir!
Sigþrúður Harðardóttir, 11.9.2008 kl. 10:14
Ayuh...
Markús frá Djúpalæk, 11.9.2008 kl. 10:43
Þeim verður ekki skotaskuld úr því...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 10:49
They may take our lives......
Sá síðan á baksíðu Moggans Tartan Army Sunshine gáfu Kvenfélaginu Hringnum pening.
Einstaklega skemmtilegur hópur, held að bræður þeirra á Englandi ættu að taka þá til fyrirmyndar.
Þórður Helgi Þórðarson, 11.9.2008 kl. 11:48
Englendingar þola ekki Skota. Eiginlega bara svona and-skotar. Held að þetta sé bara minnimáttarkennd í tjöllunum, Skotar eru svo margfalt skemmtilegri.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.9.2008 kl. 12:06
Mér fannst alveg yndislegt að sjá alla þessa skota í miðbænum í gær, þeir eru flottir í pilsunum.
Ég held einmitt að skotar séu frábært fólk.
Linda litla, 11.9.2008 kl. 12:24
Englendinga vantar bara sameiginlega einkennisbúning eins og Skotar skrýðast
Markús frá Djúpalæk, 11.9.2008 kl. 12:27
Helga fær 2 prik fyrir and-skota grín!
Þórður Helgi Þórðarson, 11.9.2008 kl. 12:52
Nákvæmlega svona Helga Guðrún
Sporðdrekinn, 11.9.2008 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.