Skoffín eða skuggabaldur?
7.9.2008 | 10:40
Íslenzkan í öndvegi
Eftirfarandi frétt las ég á vísi.is og orðfærið þar er ekkert einsdæmi fyrir vefmiðla nútímans. Það er gaman að þessu. Og sómi.
Bíræfur þjófur stal í morgunsárið sjúkratösku miðborgarvarðar sem var að hlúa að slösuðum manni í leigubílaröðinni. Talið er að þjófurinn hafi náð að koma sér burt í leigubíl með sjúkratöskuna sem er grár og svartur bakpoki.
Þrjú innbrot voru í Hafnarfirði og Álftanesi í nótt. Brotist var inn í Flensborgarskóla, Álftanesskóla og fyrirtæki í Hafnarfirði. Alls voru teknir fjórir tölvuskjáir. Þjófarnir eru ófundnir.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:44 | Facebook
Athugasemdir
Ekkert smá bíræfur þessi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 7.9.2008 kl. 12:36
Hann er sennilega einhvers konar bíræfill
Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 13:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.