Alveg þessu ótengt...
5.9.2008 | 11:41
...en þó ekki. Hefur fólk ekki séð skrímslið sem búið er að reisa að baki Naustins? Hreinasti viðbjóður!Ég skil ekki af mínu litla viti, hvernig svona stórslys geta átt sér stað æ ofan í æ í höfuðborginni okkar. Meðferðin á Nausthúsinu og reyndar fleiri húsum er líka sorglegt dæmi.
Og ..meðferðin á starfsfólkinu er auðvitað líka afskaplega dapurleg. Það var eitthvað verið að fjalla um þennan stað fyrir einhverjum mánuðum eða kannski ári, þegar starfsmaður eða -menn komu fram og kvörtuðu undan illri fjárhagslegri meðferð á sér. Hefði það ekki átt að klingja einhverjum bjöllum, og kalla á ríkara eftirlit með þessum stað? Nei, það virðist ekki vera, öll launatengd gjöld skiluðu sér og því sváfu yfirvöld á verðinum.
Er ekki kominn tími til að við verndum raunveruleg verðmæti, og hættum að eltast við vindinn?
Hér er slóð á grein um Naustið, eftir Ingimund Kjarval: http://www.malefnin.com/ib/lofiversion/index.php/t26487.html
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Kínverjarnir farnir úr landi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Matur og drykkur, Menning og listir, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 11:51 | Facebook
Athugasemdir
Þessar breytingar á húsinu eru bara hreinar og beinar skelfilegarskemmdarstarfsemishryllingur,og svo bætist ofan á þennan hrylling íll fjárhagsleg meðferð á fólki....
Vér mótmælum allir og heimtun hækkum á laun ljósmæðra.
Landi, 5.9.2008 kl. 11:59
..og að lokum legg ég til að Karþagó verði lögð í eyði...
Markús frá Djúpalæk, 5.9.2008 kl. 13:00
Ill fjárhagsleg meðferð á fólki???
Þarna var grunur um að mansal ætti sér stað, hvorki meira né minna og var fjallað um það á þann hátt í fjölmiðlum. Mansal, og það á okkar pínulitla Íslandi? Hver hefði haldið að slíkt gæti nokkurn tíma átt sér stað......???
Á sama tíma segja yfirmenn í lögreglu að allt sé í stakasta lagi.....
Ég tek mér í munn orð Soffíu frænku "Fussumsvei"..........
Snorri Magnússon, 7.9.2008 kl. 15:26
Skelfing er að heyra...
Markús frá Djúpalæk, 7.9.2008 kl. 15:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.