Innbyggður strikamerkjalesari
4.9.2008 | 10:20
Ég fór í Krónuna í Seljahverfi í gærkvöldi sem ekki er í frásögur færandi, nema að mér finnst alveg einmuna illa verðmerkt í þeirr verslun. Eiginlega næstum ekki neitt. En ég held að það sé til lausn á því skemmtilega vandamáli. Við fáum Kára Stefáns til að hanna sérstakan innbyggðan strikamerkjalesara sem græddur verður í hvern Íslending. Til að byrja með þá sem komnir eru til vits og ára, en smám saman verði þetta gert strax eftir fæðingu.
Þetta er auðvitað líka snilld vegna þess að helsta áhugamál íslenzku þjóðarinnar er að skoða í búðum. Bæði á Íslandi og annars staðar í veröldinni. Kári, byrja!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Verðmerkingum ábótavant í matvörubúðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 10:28 | Facebook
Athugasemdir
Talaðu fyrir sjálfan þig, félagi. Ég þoli ekki búðarráp! Hvergi!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.9.2008 kl. 10:32
Þúrt líka úklengingur...
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2008 kl. 10:37
Enga öfund...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 4.9.2008 kl. 12:05
Jú, vízt
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2008 kl. 12:14
Snilldar hugmynd, þetta myndi spara mér fullt af tíma í matvörubúðunum
Annars er ég ein af þessum sem er í nöp við allar stórbreytingar, ætli ég myndi ekki berjast um á hæl og hnakka ef að einhver ætlaði að græða eitthvað inn í mig!
Sporðdrekinn, 4.9.2008 kl. 12:31
Hehe ... það er rétt, aldrei of varlega farið sporðdreki
Markús frá Djúpalæk, 4.9.2008 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.