Silfurmennirnir!
24.8.2008 | 10:06
Um leið og ég óska íslenzku þjóðinni og ekki sízt strákunum okkar til hamingju með þennan frábæra árangur langar mig að impra hér á smá tölfræði. Tölfræði sem skiptir kannski ekki öllu máli inni á handboltavelli en er samt gaman að skoða.
Frakkland varð til sem þjóð árið 843 og fimmta lýðveldið var stofnað 1957. Ísland var að finnast og týnast aftur eitthvað fram eftir öldum, en árið sem við höfum miðað við sem landnámsár er 874. Lýðveldið Ísland var stofnað 1944.
Frakkland er 674.843 ferkílómetrar að stærð og Ísland 103.000 ferkílómetrar. Í Frakklandi búa 64,5 milljónir manna eða 114 á hvern km² og er tuttugusta fjölmennasta ríki í heimi. Á Íslandi búa 316.252 manns eða 3.1 á hvern km² sem setur okkur í 172. sæti yfir mannfjölda í veröldinni. Í höfuðborg Frakklands, París, búa 2.167.994 manns en í Reykjavík býr 118.861 manneskja.
Þjóðarframleiðsla Frakka var 2.2 trilljónir Bandaríkjadala árið 2006 eða rúmlega 30 þúsund dalir á mann. Þjóðarframleiðsla Íslendinga var sama ár 16 þúsund billjónir dala eða 63 þúsund dalir á mann.
Það má örugglega velta fleiri tölum fyrir sér en leikurinn fór þó 28:23 og við verðum að vera stolt af þessum strákum sem náðu svona stórkostlegum árangri.
Áfram Ísland!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ísland í 2. sæti á ÓL | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
ÞETTA var skemmtileg lesning og ef hægt hefði verið, gert mann enn stoltari af frammistöðu íslenska handboltaliðsins. Hef rosalega gaman af svona pælingum.
Beturvitringur, 24.8.2008 kl. 11:55
Við erum besta þjóð í heimi! Og handbolta strákarnir okkar eru bestir í heimi! Gull, silfur, skiptir ekki máli þeir eru bestir!
Sporðdrekinn, 24.8.2008 kl. 13:22
Til hamingju Ísland
Sigríður Þórarinsdóttir, 24.8.2008 kl. 13:25
Skemmtilegt innlegg í umræðu dagsins . Langt síðan ég hef grátið svona yfir íþróttaviðburði...og bláókunnugum karlmönnum
Sigþrúður Harðardóttir, 24.8.2008 kl. 23:00
Jæja, nú eru þeir komnir heim og búnir að fá silfurstjörnu í brjóst eða um háls. En eins og við vitum er gott silfur gulli betra.
Markús frá Djúpalæk, 28.8.2008 kl. 14:38
"gott silfur gulli betra" Þetta verður viðhorfið og slagorðið hér eftir!
Beturvitringur, 28.8.2008 kl. 15:37
Já ljómandi fínt slagorð!
Markús frá Djúpalæk, 28.8.2008 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.