Skrímslið

 listahaskolireiturlaugavegur41

Á milli Laugavegar og Hverfisgötu stendur til að reisa skrímsli. Skrímslið á að heita Listaháskóli Íslands. Vinningstillaga að skóla þessum var kynnt fyrir nokkrum dögum. Margir hafa stigið fram og lýst gleði sinni með afstyrmi þetta sem á að gleypa Laugaveg, Frakkastíg og Hverfisgötu, og aðrir hafa komið fram með öndverðar skoðanir. Mér finnst að við verðum að muna að ef svona hús rís þarna er það komið til að standa um aldur og ævi, til minningar um smekkleysi 21.aldar manna. Það þrengir að því úr öllum áttum auk þess sem húsið sjálft er alltof stórt fyrir umhverfi sitt.

„Mér finnst þetta ekki góð byggingarlist. Þetta minnir mig á eitthvað frá 1960 sem er jafnvel verið að rífa úti í Evrópu í dag. Mér finnst þetta ekki vera í réttum mælikvarða við þá byggð sem fyrir er og að það þurfi að endurskoða þetta verkefni,“ segir Magnús Skúlason arkitekt um vinningstillögu að nýbyggingu Listaháskóla Íslands við Laugaveg.

llistahaskoliSvona risavaxin bygging held ég að nyti sín mun betur á bersvæði einhvers staðar þar sem andar um hana úr öllum áttum. Mér dettur í hug hvort ekki væri meiri prýði af því t.d. við Kirkjusand, þar sem mér skilst að Listaháskólinn hafi aðsetur nú um stundir. Þar gæti byggingin horfst í augu við Atlantshafið og Esjuna, Snæfellsjökul og Hrafn Gunnlaugsson.  Standandi þar gæti það verið hluti af röð nútímahalla meðfram ströndinni, ásamt Tónlistarhúsinu við höfnina og hugsanlega fleiri byggingum í framtíðinni.

Hugsum stórt, en við skulum ekki drepa Laugaveginn og miðbæinn þar með, endanlega, með einhverjum vanhugsuðum stórborgardraumum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband