Uppljóstranir á Útvarpi Sögu

jónínaben 

Litlir tölvupóstar hafa aldeilis getað breytt gangi sögunnar, mörg lítil og stór ævintýri hafa byrjað með tölvupósti, og eitt stærsta dómsmál íslandssögunnar átti að hluta til upphaf sitt með tölvupóstsendingum milli tveggja einstaklinga.

david-oddsson 

Ég heyrði ekki betur en að Jónína Benediksdóttir upplýsti það í þætti Sverris Stormskers, Miðjunni, á Útvarpi Sögu í gær að hæstvirtur fyrrverandi forsætisráðherra Davíð Oddsson hafi átt mun meiri hlut að upphafi Baugsmála þeirra er hlutu lúkningu sína fyrir skemmstu, en hingað til hefur verið viðurkennt, þrátt fyrir að um það hafi verið pískrað árum saman.  Fjöldi tölvupósta gekk milli Styrmis Gunnarssonar og Jónínu Benediktsdóttur, þar sem þau veltu fyrir sér möguleikunum á að klekkja á Baugi, þar sem nafngreindir voru nokkrir traustir, innvígðir og innmúraðir menn sem gætu orðið haukar í horni við það verk. Þar á meðal eru nefndir fjármálaráðherra (á þeim tíma Geir H. Haarde), Kjartan Gunnarsson þáverandi framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins, Jón Steinar Gunnlaugsson lögmaður og einhver Davíð, sem Jónína sagði berum orðum í viðtalinu í gær að væri enginn annar en Davíð Oddsson þáverandi forsætisráðherra.

styrmirgunnarsson 

Nú hlýtur fólk að spyrja sig hvert var hlutverk Davíðs Oddsonar í þessu máli, þarf hann ekki að fara að koma fram og skýra sinn þátt í upphafi þessa viðamesta dómsmáls Íslandssögunnar. Dómsmáli gegn mönnum sem Davíð Oddson hafði óhikað kallað götustráka í fjölmiðlum, gegn mönnum sem hann, sem forsætisráðherra, hafði sakað um að hafa reynt að bera á sig fé. Þarf almenningur í landinu ekki að fá svör við þessum orðum Jónínu Benediktsdóttur um fyrrverandi forsætisráðherra, núverandi seðlabankastjóra og einhvern valdamesta mann landsins?

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Varhugaverðir tölvupóstar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Úff, the never ending story.

En.. hvenær er þessi þáttur endurtekinn Markús minn.

Og ég ætlaði ekki að trúa því að Jónína ætlaði í viðtal á Söguna. OMG

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 10:04

2 Smámynd: Skattborgari

Týpískt stjórnmálamenn vilja hafa eftirlit með öllu verði þeim að góðu ef þeir semja svona lög hér á landi. Þá mun ég stofna 20netföng til að safna rúslpósti verði þeim að góðu að lesa 20.000bréf með auglýsingum um typpa stækandi lyf og annan ruslpóst. Yfir 90% Tölvupósts í dag er rúslpóstur þannig að það væri óhemju vinna að fara yfir þetta allt. Þvílík vitleysa.

Skattborgari, 17.7.2008 kl. 10:09

3 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þetta var hressandi viðtal, þá sérstaklega á meðan Stormsker þagði.

Svakalega er sorglegt að heyra þegar hann er að pínast til að vera sniðugur og dónalegur á 12 ára unglings vísu....

En jú það hefur einhver gaman af honum... þá sérstaklega þegar hann spilar bara sjálfan sig og ekki nóg með það, mörgu sinnum sama lagið... magnað

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 10:13

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Pétur: Mikið skelfilega er ég sammála þér með Stormkerið.

Markús er engin þjónusta?  Á ekki að segja sumum hvenær þátturinn er endurtekinn?

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 11:13

5 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Pétur?

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 11:22

6 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Jenný og Pétur : Sennilega verður þátturinn endurtekinn milli kl. 13 og 15 í dag, fimmtudag.

Markús frá Djúpalæk, 17.7.2008 kl. 11:43

7 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þórður: Fyrirgefðu, hehe, sló út í fyrir mér.  Fannst þú svo Péturslegur eitthvað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.7.2008 kl. 11:44

8 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 12:40

9 identicon

Jónína sagði í viðtalinu að hún hefði hvergi fengið að tjá sig um baugs málið fyrr en að Sverrir Stormsker fékk hana til að tjá sig um málið þannig að mér finst nú að við ættum frekar að þakka honum fyrir frekar en að níða niður af honum skóinn eins og þetta minnipokafólk er að gera hérna. Ef að Sverrir hefði þagað allan tímann eins og þessi litli húmorslausi strákur Þórður leggur til þá hefði ekkert komið fram í þættinum. Mér finst fólk vera mjög heimskt hérna í þessum kommentum. Mjög heimskt.

Baldur (IP-tala skráð) 17.7.2008 kl. 13:30

10 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Baldur, það er auðvitað mjög gott að Jónína sé tilbúin að tjá sig um upphaf Baugsmála, og löngu orðið tímabært. Ég hélt ánægja mín með það hefði nú verið nokkur skýr. Nú væri bara gott að fá umræðu um hvað Davíð Oddsson ætti að gera næst í stað þess að tala fram og til baka um Sverri Stormsker, sem er þó auðvitað allra góðra gjalda verður.

Markús frá Djúpalæk, 17.7.2008 kl. 13:38

11 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Baldur: afsakaðu heimsku mína og líka þá frekju að voga mér að hafa skoðun!

Ég skal vinna í mínum málum og hlusta á Serði Monster og alla þessa grín snilld skersins.

Ég ætti líka að lesa þroskaða pistla hans til Stefáns Hilmarssonar...

Markús! af hverju heldur þú ekki með mér ??

ég held alltaf með þér.....

Sorry, ég húmorslausi maðurinn á ekki að vera fást við grín.

Takk Sverrir fyrir frábærar innkomur í ræðu "Ljóninju Be" (stolinn frá meistaranum).

Horfðu á björtu hliðarnar Baldur, heimurinn á enn fólk eins og Sverri sem allt....(man ekki meira úr textanum)

Jæja best að fara að (s)níða af fólki skónna heimskt, mjög heimskt.

Þórður Helgi Þórðarson, 17.7.2008 kl. 15:26

12 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Þórður minn, ég held alltaf með þér líka. Mér finnst Sverrir reyndar yfirleitt mjög skemmtilegur náungi. Það þyrfti að hafa heilan þátt með ykkur tveimur saman. Enda dýrka ég ykkur báða, hvorn á sinn hátt

Markús frá Djúpalæk, 17.7.2008 kl. 15:32

13 Smámynd: Landfari

Mikið getur maður verið eftirtektarlaus. Ekki heyrði ég að Jónínu hefði tekist að fá Davíð að málinu. Ég heyrði hinsvegar að hún hefði reynt það en fengið bréfið ólesið til baka.

Sverrir getur verð ágætur og fær stórt prik fyrir að ná Jónínu í þáttinn en hann mætti alveg þvo sér um munnin fyrir útsendingar.

Landfari, 17.7.2008 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband