Söngur villiandarinnar
15.7.2008 | 19:04
Í vor kom ég sunnan með sólskin í hjarta,
hún seiddi mig dýrðin á landinu bjarta.
Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.
Ó íslenska byggð, þú átt ein mína tryggð.
Ég byggði mér hreiður við bakkana lágu
og bjó þar með ungunum, fallegu, smáu.
Í friði og ást sem að aldreigi brást.
Og bóndinn minn prúður á bakkanum undi.
Hann brosti við ungunum léttum á sundi.
Þeir léku sér dátt, og þeir döfnuðu brátt.
En dag nokkurn glumdi við gjallandi seiður,
Það glampaði eldur, ég flúði mitt hreiður.
Og bóndinn minn dó, þá var brostin mín ró.
Og annar minn vængur var brotinn og blóðið
með brennandi sársauka litaði flóðið.
Ég hrópaði hátt út í heiðloftið blátt:
"Ó flýið þið börn mín til framandi stranda,
með fögnuði leitið þið öruggra landa."
Svo hvarf hún mér sýn ljúfust hamingjan mín.
Við íslensku vötnin er fegurð og friður
og fagnandi ríkir þar vornæturkliður.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.
Ef gefið þið grið, öllum fuglunum frið.
Jakob V. Hafstein
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Hreindýraveiðin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Fuglar eru yndisleg dýr syngjandi allan daginn yfir sumarið alltaf jafn gaman að horfa á þá. Gæti ekki hugsað mér að skjóta fugl eftir að hafa átt nokkra páfagauka en væri alveg til í að drepa eitt hreindýr.
kveðja Skattborgari
Skattborgari, 15.7.2008 kl. 19:16
Þú segir nokkuð. Ég er svo mikil kveif að ég gæti sennilega ekki drepið hreindýr. Hvað þá annað.
Markús frá Djúpalæk, 15.7.2008 kl. 19:29
Það að drepa flugu er ágætis byrjun ferð svo í stærri dýr Markhús
Skattborgari, 15.7.2008 kl. 19:42
Það á að vera bannað að drepa falleg dýr!
Ég ákveð svo hvað er fallegt!! ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 20:09
Setja kvóta á öll dýr sem eru ekki í útrýmingarhættu.
Skattborgari, 15.7.2008 kl. 20:12
Svar við söng villiandarinnar, frá veiðimönnum.
Í vetur er flaug ég á vængjunum tveimur
svo víðáttumikill er fuglanna heimur.
;:Við tjarnir og mó, yfir túngarð og sjó;:
Tvífættu vinirnir taka okkur stundum
með tálfuglum sínum þeir vaka yfir grundum.
;:þeir læðast svo hljótt, hvar við lágum í nótt;:
Við árbakkann hópa sig endur úr plasti
svo óðara fljúgum við þangað í hasti.
;:við grænhöfðar bráttt, þó þær gargi ekki hátt;:
Þá kveður við þruma og hvinur frá görðum
já hvílíkt er höggið frá blýkúlum hörðum
;:Þá datt ég og dó ofan í döggvotan mó;:
Skotin frá Hlað eru skæðari en fjandinn
þeim skeikar víst sjaldan það veit allur landinn.
;:og fuglarnir best, sem að fá af þeim mest;:
Á ylmandi borðum við endum að lokum
svi yndælar reyttar og steiktar í pokum
;:við eldhússins reyk vil ég enda sem steik;:
Svo begst ekki kjötið úr brjóstunum ungu
Það bragðlauka gleður og rennur á tungu
;:svo gefum þeim grið, öllum skotmönnum frið;:
Húnbogi Valsson (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 20:23
Mín fékk nú bara sting í hjartað
Sporðdrekinn, 15.7.2008 kl. 22:06
Ég get kálað kóngulóm..varla nokkru stærra en það
Brynja Hjaltadóttir, 15.7.2008 kl. 22:24
Í vor kom ég suður með pening í tösku, ég fór beint í ríkið og keypti mér flösku.
Í friði og ró, drakk ég hana og dó.....
Svona söng aldraður sagnfræðingur þetta í mín eyru
Breiðholtshatarinn (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 23:36
Markús frá Djúpalæk, 16.7.2008 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.