Ætli mál Paul Ramses rati í erlenda fjölmiðla?
3.7.2008 | 17:23
Paul Ramses fékk ekki að sjá bréf um synjun á beiðni um hæli fyrr en í gærkvöldi. Bréfin hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkonu Paul finnst þetta ótrúleg vinnubrögð.
Ég skil þetta bara ekki," segir Atieno Othiembo, eiginkona Pauls. Ég hef ekkert heyrt frá honum síðan í morgun á flugvellinum, ég veit ekkert hvort hann sé kominn til Ítalíu eða hvort hann hafi millilent einhvers staðar."
Paul var greint frá því í gær að umókn hans um stöðu flóttamanns á Íslandi yrði ekki afgreidd heldur yrði hann sendur með flugi næsta morgun til Ítalíu. Gisti hann fangageymslur lögreglunnar í nótt.
Þetta hefði hann átt að fá að vita í þremur bréfum sem hefðu átt að berast honum í apríl. Eiginkona Pauls og Þórunn Helgadóttir hjá ABC barnahjálp, vinkona þeirra hjóna, fullyrða báðar að bréfin hafi ekki borist.
(af visi.is)
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
![]() |
Ísbjarnarmálið í Le Monde |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Voða ertu einfaldur ..
Það eru þúsundir (takmarkið er 20.000 í frakklandi árið 2008) ólöglegra innflytjenda reknir úr landi á hverju ári og ég hef séð miklu sorglegri sögur heldur en þessa.
Maðurinn hefur örugglega hent þessum bréfum sjálfur sem hann segist ekki hafa fengið. Það væri alveg í samræmi við hvernig þetta fólk hagar sér í Evrópu.
Fransman (IP-tala skráð) 3.7.2008 kl. 18:45
Fransmann ekki vera svona mikð "bleeding heart" maður klökknar.
Markús: Nú er næsta mál á dagskrá skv. Útlendingastofnunarforstjóra, að koma konu og barni úr landi.
Skökka íslensk stjórnvöld? Jahá.
Jenný Anna Baldursdóttir, 3.7.2008 kl. 20:40
Já ég er einfaldur, og líkar það vel. Við búum í besta landi allra landa....
Markús frá Djúpalæk, 3.7.2008 kl. 21:26
skömm að þessu. Afhverju finnst mér flest fara hallandi fæti í besta landi í heimi?
Jóna Á. Gísladóttir, 5.7.2008 kl. 12:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.