Þurfti umhverfisráðherra og hinir sex að vera þarna?
19.6.2008 | 12:19
Öll verðum við að laga okkur að hinum breyttu utanaðkomandi aðstæðum, jafnt fyrirtæki sem einstaklingar og opinberir aðilar. Sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra í tyllidagsávarpi sínu sautjánda júní síðastliðinn og bætti við: Eina leiðin í því efni, sem skilar varanlegum árangri, er að draga úr notkuninni með minni akstri og betri nýtingu, notkun sparneytnari ökutækja, tilflutningi yfir í aðra orkugjafa o.s.frv. en einnig ...að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Nú spyr ég, hvaða gagn var að stjórnmálafræðingi frá Háskóla Íslands og Johns Hopkins University, Paul H. Nitze School of Advanced International Studies ásamt sex manna fylgdarliði, við að fanga hvítabjörn? Hefði ekki verið nær að spara þær krónur sem þetta kostaði, þó ekki væri nema til að sýna gott fordæmi? Eða erum það bara við sem eigum að herða ólina og spara og spara og spara.... ?
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ráðuneytið greiðir fyrir leiguflug | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skil ekki hvað er verið að nöldra yfir Þórunni fyrir að hafa verið á staðnum. Fólk fékk móðursýkiskast yfir þessum birni og bað um að lífi hans yrði þyrmt, og hún reynir allt sem í hennar valdi stendur til þess. Svo er vælt yfir því hvað þetta kostaði. Nær hefði verið að Geir hefði gengið á staðinn til að halda ræðuna, í staðinn fyrir að láta skutla sér 300 metra.
Finnur (IP-tala skráð) 19.6.2008 kl. 12:43
Já, helvítís óþarfa nöldur alltaf yfir því sem ráðamennirnir segja annars vegar og gera hins vegar. Bezt bara að þegja.
Markús frá Djúpalæk, 19.6.2008 kl. 12:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.