Spennan var gríðarleg..
25.5.2008 | 22:15
..ég varð ær. Það hefði nú verið hræðilegt að hefja leika á glænýjum glæsilegum leikvangi með tapi. Fjölnismenn voru mjög sprækir, býsna harðir og greinilega harðákveðnir í að ná í öll þrjú stigin. Valsmenn léku að mínu (litla) viti langt undir getu, en sýndu samt sem áður rosalegan karakter að ná að halda auðu og bæta við marki og sigra, einum manni færri.
Ég heyrði mikla gagnrýni allt í kring um mig á dómgæsluna, en ég hef ekki nógu mikið vit á fótbolta til að geta tjáð mig um það af einhverju viti. Þó fannst mér sem heldur hallaði á mína menn, en finnst manni það ekki alltaf?
Mér sýnist að Valsmenn þurfi að girða sig heldur betur í brók til að ætla að taka þátt í toppbaráttunni, þetta árið, en örvæntum ekki, mótið er réttnýhafið, deildin virðist vera jöfn og mikið getur breyst á einni eða tveimur umferðum.
Að lokum við ég óska Val til hamingju með glæsilega, nýja aðstöðu að Hlíðarenda. Áfram Valur.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Tíu Valsmenn unnu sigur á Fjölni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Pepsi-deildin | Breytt s.d. kl. 22:20 | Facebook
Athugasemdir
Er ekki hægt að setja inn ljóð dagsins í ljósi þessara stórtíðinda, annars voru gárungarnir að sega að einhverjir Valsmenn hefði ekki ratað inn á völlinn. En það er nú bara komið frá Gárungunum.
Enn ljóð á þetta!!!
S. Lúther Gestsson, 25.5.2008 kl. 22:49
Við höfum val um svo margt. Og veljum ekki alltaf skynsamlega. Samanber; hver myndi velja Val sem gæti vali FH? Eða bara FFH... FBI eða HMA?
Það er ekki grínandi með þetta en við gerum það samt!
Og þegar angans drengurinn hélt hann væri loksins sloppinn...
..-hvað gerð þá litla óhræsið; nema að birta Óhræsið! Eftir Jónas Hallgrímsson, nema hvað. Markús, hér kemur ljóð dagsins:
Óhræsið!
Samið árið 1844.
Eiginhandarrit er ekki til.
Frumprentun í: Fjölnir 8. ár, 1845.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 26.5.2008 kl. 05:00
Sæll Markús og til hamingju sem Valsari. Það er alveg laukrétt að dómgæsla í þessum leik var herfileg, en sem betur fer var hún jafn herfileg beggja vegna miðlínu þannig að leikurinn kom út á pari. En rétt úrslit í þessum leik hefðu verið 2-2. Vil benda þér á að Valsmenn voru sennilega ekki að leiks svo langt undir getu heldur eru Fjölnismenn þræl sterkir sem kemur hörðustu stuðningsmönnum þægilega á óvart. Og fyrir nýliða að vera fúlir að fara ekki heim með stig frá Sitjandi meisturum sýnir það svo ekki verði um villst að þarna er á ferðinni lið sem á fullt erindi í deild þeirra sterkustu. Linkur með myndum
http://photo.net/photodb/folder?folder_id=836119
Áfram FJÖLNIR
Vilbogi Magnús Einarsson (IP-tala skráð) 28.5.2008 kl. 00:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.