Eurovison getraun
23.5.2008 | 10:40
Nú ætla ég að missa mig alveg í Eurovisonið og smella hér inn nokkrum spurningum um þessa furðulegu keppni. Þið megið dunda ykkur við að svara þessu í rólegheitunum. Rétt svör birtast svo eftir helgina, þegar allir verða aftur búnir að gleyma því að þessi keppni sé til.
1. Hvaða ár var Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva haldin í fyrsta skipti?
2. Hve oft hafa frakkar sigrað í Söngvakeppninni?
3. Hvaða ár enduðu fjórar þjóðir jafnar og efstar í Söngvakeppninni?
4. Hver er besti árangur Íslands hingað til?
5. Hvaða þjóð hefur oftast sigrað?
6. Hver keppti fyrir hönd sinnar þjóðar með lagið Power to All Our Friends?
Látum þetta duga. Og koma svo!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Frakkar bálreiðir út af enskunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Tek semi giskið á þetta (Giggsið?)
1. 53
2. einu sinni
3.´64
4. annað sætið
5. ÍRLAND
6. Sör Cliff
Þórður Helgi Þórðarson, 23.5.2008 kl. 11:33
hehehehe jæja já, júróspurningar.... Hvernig væri að spyrja frekar hvaða ár Regína og Friðrik Ómar tóku þátt.
ætla samt að prófa að skjóta á spurningu 4. þá meina ég að ég ætla að skjóta á svar.... var það kanski Selma ??
Ég+júróvísjön= &%#"#&")$
Linda litla, 23.5.2008 kl. 11:33
ó.... þurfti ég að giska á í hvaða sæti við lentum ?? Þá segi ég audda annað sætið ;o)
Linda litla, 23.5.2008 kl. 11:35
Þetta byrjar ágætlega
Markús frá Djúpalæk, 23.5.2008 kl. 11:37
1. Árið 1956. En árið 1950 sem útvarpskeppni sem liður í að reyna að sameina þjóðir Evrópu í leik eftir seinna stríð.
2. Sex sinnum; 1958-1960-1962-1969-1977-1991
3. Veit ekki.....
4. Selma Björns 1999
5. Skýt á Írland.....?
6. Cliff Richard
Annars fylgist ég ekkert með þessari keppni.......
Hrönn Sigurðardóttir, 23.5.2008 kl. 11:44
1."56
2. Fjórum sinnum.
3. Hefur ekki gerst
4. Annað sæti 1999. Þar var að verki Selma Björns öll án heppni.
5.Írland
6. Sit á gati, gjörsamlega.
Kjartan Pálmarsson, 23.5.2008 kl. 19:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.