Spæling
22.5.2008 | 21:31
..að Búlgaría, sem ég var búinn að veðja á að sigraði skyldi ekki komast áfram. Jafn ánægður er ég með frammistöðu Portúgala og Barbiestráksins og mömmu hans. Svo er bara að fylgjast spenntur með á laugardag.
Þau 25 lönd sem keppa á laugardaginn eru Ísrael, Aserbadjan, Noregur, Pólland, Bosnía & Herzegovina, Armenía, Finnland, Rúmenía, Rússland, Grikkland, Ísland, Svíþjóð, Tyrkland, Úkraína, Albanía, Lettland, Króatía, Danmörk, Georgía, og Portúgal. Örugg á undanúrslitakvöldið eru svo England, Spánn, Frakkland, Þýskaland og gestgjafarnir Serbar. Öll Norðurlöndin eru þarna á blaði, austanblokkin á nokkur lög, en á heildina litið er þetta bara nokkuð eðlileg og skemmtileg blanda. Satt að segja finnst mér sumt af þessu algert rusl, en annað ágætt og eitt og eitt stórgott.
Nú verður spennandi að fylgjast með hverjir slá í gegn á laugardaginn, en nú ætla ég að veðja, þó ég sé langt í frá getspakur, á Portúgal, Úkraínu eða Frakkland.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Ísland áfram í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Skora á þig að veðja, ég legg allt á sjóræningjana.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 21:36
Allt hvað? Ég er alltaf til í veðmál. Tapa reyndar hrikalega í þeim líka.
Markús frá Djúpalæk, 22.5.2008 kl. 21:39
ég fékk fyrirboða fyrir nokkuð mörgum vikum um að Ísland ætti eftir að vinna og ég hef sagt öllum það (til að róa fólk) og veistu, það er bara það sem mun gerast.... mér finnst ekkert lag gott en finnsku og króatísku flytjendurnir eru mér að skapi. Sænski transinn er flottur líka
halkatla, 22.5.2008 kl. 21:43
Allt mögulegt, hönkið mitt. Name the price - and I´ll match it.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 22.5.2008 kl. 21:50
Helga, Huxi hux . Anna Karen. Þetta róaði mig - takk
Markús frá Djúpalæk, 22.5.2008 kl. 21:52
Ég kaus að kjósa púrtvínið fyrir múzzígina, en finnst að Búlgarar hefðu átt að komast áfram, fyrir besta 'shjówið'.
Anna Karen, eru þínir fyrirboðar ekki ofboðnir ?
Steingrímur Helgason, 22.5.2008 kl. 21:57
Steingrímur, Loksins einhver annar en félagi Sverrir sammála mér um Búlgara
Markús frá Djúpalæk, 22.5.2008 kl. 22:12
Þú veðjar á Portúgal, Úkraínu og Frakkland.... hvað með okkur ?? Hefurðu ekki næga trú á Regínu og Friðrik ? Mér fannst þau æðisleg og ég er mjög bjartsýn með þau.
Góða nótt.
Linda litla, 22.5.2008 kl. 23:22
Bíddu Marky ??? mér finnst þú ansi fljótur að gleyma Doddanum.
Það sem gerði útslagið fyrir Búlgarana var þetta hræðilega myndband og svo ná þeir að toppa þetta með fáránlegustu sviðsframkomu í manna minnum.
Lagið alveg hreint prýðilegt og þá ætla þeir að búa til eitthvað djók úr því, Dj græjur um hálsinn (auð´vitað allt af playbacki) og bera síðan eld að plötunum.
Þeir hljóta að hafa verið að grínast, það er engin svo vitlaus að finnast þetta cool.
Svo náttúrulega toppuðu þeir allt með að "mæm" spila á leysigeisla.... how korný can u B?
Þórður Helgi Þórðarson, 22.5.2008 kl. 23:44
Linda, kannski er bara fyrirboði Önnu Karenar réttur, eins og ég sagði er ég hrikalega lélegur að spá um úrslit þessarrar annars ágætu keppni. Ég vona að bjartsýnin þín verði að raunveruleika . Doddi, nei ég mundi hvert orð, en gleymdi að horfa á atriðið, hlustaði bara með heimabíóið í botni .
Markús frá Djúpalæk, 23.5.2008 kl. 00:03
Steingrímur - treystu
halkatla, 23.5.2008 kl. 01:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.