Aftur til Noregs? Örlítil hræódýr söguskýring

ralph-viking

Einu sinni tók hópur af heimskustu sonum Noregs sig til og ákvað að yfirgefa landið sem síðar átti eftir að verða eitt auðugasta ríki veraldar.  Þeir skást gefnu ákváðu að verða eftir í Færeyjum, og komu sér ágætlega fyrir það. Hópur af örlítið heimskari Norðmönnum sigldi áfram og tók land þar sem tvö prik rak að ströndu og hokraði þar í kulda og vosbúð í ellefu aldir, alltaf nær dauða en lífi úr skyrbjúg og beinkröm. Örfáum vesalingum leist nú ekki betur en svo á þetta land að þeir ákváðu að sigla áfram í vestur, þar sem þeir fundu hið gjöfula Vínland. Land þar sem smjörið draup af hverju strái og ávextir uxu á hverju tré. Þeir voru þó ekki betur gefnir en svo að þeim tókst öllum að drepast þar hver um annan þveran, hvernig sem þeir nú fóru að því. Samt eru þeir sem urðu eftir í miðlandinu enn að monta sig af vesturförunum.

Nú stendur til, eftir aldalangan aðskilnað að sameinast Noregi á ný og tengjast föðurlandinu forna tryggðarböndum.

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Fyrsti þáttur í lengra ferli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eiríkur Harðarson

Góð mynd.

DREPfyndinn texti. Ertu nokkuð að reyna að gera lítið úr Jóns Baldvins skýringu hér um árið 199? 

Eiríkur Harðarson, 16.5.2008 kl. 20:20

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Ja, ekki dytti mér til hugar að efast um skýringar Jóns Baldvins. En mér finnst nú í þessu tilfelli skemmtilegra að hafa það sem fyndnar hljómar.

Markús frá Djúpalæk, 17.5.2008 kl. 10:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband