Gestagangur í Rödd Alþýðunnar
14.5.2008 | 10:47
Það var gestkvæmt í Rödd Alþýðunnar í morgun. Skúli Helgason framkvæmdastjóri Samfylkingunnar kom og kynnti nýjan þátt þeirra sem hefst á Sögu á morgun. Eins og fólk eflaust man var Skúli einn af frumbýlingunum á Rás 2 í árdaga þeirrar stöðvar og starfaði við útvarp óslitið í 15 ár.
Við gerðum Helgu Guðrúnu Eiríksdóttur http://blekpenni.blog.is/blog/blekpenni/ rúmrusk á Englandi, hún var í fínu stuði, talaði um Eurovision, skrímslið Fritzl og margt fleira áhugavert.
Lára Hanna Einarsdóttir http://larahanna.blog.is/blog/larahanna/ sem hefur verið að berjast gegn virkjun á Ölkelduhálsi kíkti við og sagði frá sinni baráttu og því sem verið er að fórna á þessu fagra svæði fyrir skyndigróða.
Að lokum fengum við Dagbjörtu Rós Halldórsdóttur www.dagbjort-ros.bloggar.is og Olgu Helgadóttur í heimsókn, en sú síðarnefnda stendur fyrir stórtónleikum á NASA á morgun til að styrkja Dagbjörtu í hatrammri forræðisdeilu hennar við barnsföður sinn. Einnig hefur Olga gengist fyrir fjársöfnun henni til handa sem gengur ágætlega, en betur má ef duga skal. Reikningsnúmerið hennar verður birt hér og á heimasíðu Útvarps Sögu www.utvarpsaga.is innan skamms.
Rödd alþýðunnar tekur næst til máls mánudagsmorguninn næstkomandi kl. 7.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Athugasemdir
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 15.5.2008 kl. 02:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.