Það eru til misútsmognir þjófar
11.5.2008 | 15:35
Þessi saga gerist á þeim fátæklegu tímum þegar laugardagar voru ekki nammidagar og gos var ekki á borðum nema á stórhátíðum. Þannig var því líka farið með Makkintoss konfektið góða. Fjölskylda ein hafði fjárfest í heljarstórri dós af þessháttar gúmmilaði en vegna þess að sælgæti átti eingöngu að hafa á borðum um Jól var ákveðið að koma dósinni í tryggilega geymslu í skáp einum þar sem engin hætta var talin á að fjölskyldumeðlimir myndu ásælast innihaldið. Í þá daga. og kannski enn, var dósinni pakkað í plast þannig að ekki þótti líklegt að nokkur reyndi að ná sér í mola, því ummerki sæjust umsvifalaust.
Nokkrum dögum fyrir jól stóð húsfreyja í bakstri og fann hvergi dósaopnarann sinn, hann var svo gersamlega horfinn að hún neyddist til að kaupa nýjan til að geta opnað þær dósir sem hún þurfti við baksturinn. Nú, jólabaksturinn tókst ljómandi vel, svo og jólaundirbúningur allur. Á aðfangadagskvöld átti síðan að gæða sér á eplum og appelsínum og að sjálfsögðu Makkintossinu úr dósinni góðu í skápnum. Þegar hún var sótt, reyndist hún öllu léttari en þegar hún var keypt og um leið og henni var kippt út úr skápnum datt úr henni botninn og.... dósaupptakarinn með.
Yngsti fjölskyldumeðlimurinn, mikill sælgætisgrís, hafði á haustdögum fundið út þessa útsmognu aðferð við að ná sér í mola og mola úr dósinni... en þeir urðu bara svo óskaplega margir að dósin var sama og tóm á að fangadagskvöld.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Miklu fé stolið úr hraðbönkum á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 15:38 | Facebook
Athugasemdir
Frábær sá stutti! -Kannastu nokkuð við hann..? When there´s a will there´s a way!
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.5.2008 kl. 16:50
varstettaþú?
Hrönn Sigurðardóttir, 11.5.2008 kl. 20:50
Ótrúlegt en satt, þá var þetta ekki ég
Markús frá Djúpalæk, 12.5.2008 kl. 11:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.