Þeir eru víðar, ódæðismennirnir
30.4.2008 | 16:49
Rúmlega fimmtugur karlmaður á höfuðborgarsvæðinu er grunaður um ítrekuð kynferðisbrot gegn börnum, á löngu tímabili. Maðurinn var úrskurðaður i gæsluvarðhald fyrir nokkru vegna gruns um að hafa brotið gegn tveimur ungum dætrum sínum og rennur gæsluvarðhaldstíminn út í dag.
Nú hafa lögreglu borist fleiri kærur á manninn; hann er jafnframt sakaður um að hafa brotið gegn fósturdóttur sinni og vinkonu dóttur sinnar. Stúlkurnar eru nú á aldrinum 10 til 14 ára. Þá hefur sonur mannsins frá fyrra hjónabandi og yngri systir mannsins gefið sig fram við lögreglu og kært manninn fyrir kynferðisbrot gegn sér þegar þau voru börn.
Lögregla handtók manninn eftir ábendingu frá barnaverndaryfirvöldum. Lögreglan fer fram á við héraðsdóm að maðurinn verði áfram í gæsluvarðhaldi.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Josef Fritzl grunaður um morð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:51 | Facebook
Athugasemdir
Já þeir eru víst út um allt þessir helv.... ómenni.
Sporðdrekinn, 30.4.2008 kl. 18:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.