Gætum við...
29.4.2008 | 12:17
..fengið haldbærar skýringar á þessum eilífu hækkunum? Tíðindi af góðri afkomu breskra olíufélaga voru svolítið sláandi í morgun, í ljósi þess hve hátt slík fyrirtæki um allan heim hafa grátið yfir erfiðum dögum. Er nú ekki kominn tími á aðgerðir, alvöru aðgerðir af hálfu íslenzkra neytenda?
Bresku olíufélögin BP og Shell skiluðu samanlagt vel yfir þúsund milljarða króna hagnaði á fyrsta ársfjórðungi ársins. Hagnaður Shell nam rúmlega 7,7 milljörðum dollara en hagnaður BP var aðeins minni eða 6,6 milljarðar dollara. Aukningin hjá Shell nam 12% miðað við sama tímabil í fyrra en aukning hjá BP var heil 50%. Í breskum fjölmiðlum í morgun er leitt líkum að því að þessi risahagnaður olíufélaganna tveggja muni koma verulega við kaunin á almenningi í Bretlandi sem þurft hefur að horfa upp á stöðugt hækkandi bensín og díselolíuverð á undanförnum mánuðum.
Verð á hráolíu hefur lækkað á mörkuðum í morgun en tveggja daga verkfall í skoskri olíuhreinsistöð lauk í morgun. Olíuverð komst í 119,93 tunnan markaði í New York í gær og var þá 80% hærra en fyrir réttu ári. Í morgun hefur verðið lækkað og var 117,82 dalir. Brent Norðursjávarolía lækkaði um 1,15 dali tunnan í morgun og var 115, 59 dalir. Hæst komst verðið í 117,56 dali á föstudag.
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Allir hækka bensínið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Marky, þú verður bara að skella þér í næsta trukk og rífa kjaft með Stulla stuð, það er víst að svín ganga.
Menn hoppandi á bandvagnin og gera rapp musik til að notfæra sér ástandið.
Þú gætir gert eins og þeir, popp lag um trukka hetjur landsins og Ísl. í dag mun éta það upp.... enda ekki mikið um að efni þeirra sé svo merkilegt...
Þórður Helgi Þórðarson, 29.4.2008 kl. 12:48
Hafþór Örn, skemmtileg pæling en virkar ekki á Íslandi, allavega voða sjaldan. Þórður, eigum við að semja lag?
Markús frá Djúpalæk, 29.4.2008 kl. 13:01
ér til
Þórður Helgi Þórðarson, 29.4.2008 kl. 16:10
Hárétt ábending, Einar. Frestunin er einungis þegar stendur til að lækka verðið í "nánustu framtíð".
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 2.5.2008 kl. 09:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.