Samræmdu prófin eru stuð
29.4.2008 | 10:31
Ég man þann vetur sem ég tók samræmdu prófin eins og það hefði gerst í gær - eða kannski í fyrradag. Þetta var veturinn 1979 til 1980. Þann vetur var öllum nemendum úr næstefstu bekkjum allra grunnskóla í Breiðholtinu raðað í einn skóla, Hólabrekkuskóla. Úr urðu tólf mjög fjölmennir bekkir sem áttu það örugglega til að vera ekki þeir allra þægustu í skólasögu Íslands.
Umsjónarkennarinn minn var mjög strangur kennari, stór- og mikilmenni, Sverrir Diego sem lést fyrir nokkrum árum. Ég man alltaf þegar verið var að afhenda einkunnirnar úr samræmdu prófunum var stressið talsvert mikið. Sverrir kallaði hvern nemanda upp að skrifborði sínu og lét nokkur gullkorn, eins og honum einum voru lagin, falla við hvern og einn. Ég bar talsverða virðingu fyrir Sverri en stóð jafnframt nokkur stuggur af honum. Hann kenndi mér ensku sem ég var og er blessunarlega nokkuð góður í. Þegar kom að mér að stíga upp að borði kennarans, með talsverðan beyg í brjósti, horfði hann lengi (heila eilífð) í augun á mér ... og sagði loks: Jæja Markús, þú ert einn fárra í þessum bekk sem náði því að fá A.
Ég get ekki lýst með orðum léttinum yfir þessarri niðurstöðu. Ég vil óska öllum þeim sem eru að taka samræmdu prófin þessa dagana góðs gengis í þeim, og auðvitað sérstaklega henni Kristínu Aldísi minni!
Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Samræmdu prófin hafin | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menntun og skóli | Breytt s.d. kl. 10:41 | Facebook
Athugasemdir
Ég var í einum þessara bekkja á þessum tíma. Sverrir kenndi mér ensku, og skildi bareflið aldrei við sig. Ágætiskennari þó.
Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 12:41
Mér fannst Sverri ótrúlegur snillingur...
Markús frá Djúpalæk, 30.4.2008 kl. 14:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.