Smá vangavelta

althingishusMargir hafa orðið til þess í ræðu og riti að gagnrýna frammistöðu Sturlu Jónssonar í Kastljósi gærkvöldsins, og stór hópur fólks virðast finna ástæðu til að gera grín að honum, eða gera lítið úr því sem hann hafði að segja. Greinilega var honum heitt í hamsi og hann vandaði ráðamönnum og löggæslu ekki kveðjurnar.

 

Það óð svolítið á honum og hann stjórnaði svolítið samtalinu þó Jóhanna Vilhjálmsdóttir stæði sig ágætlega við að reyna að hafa örlítinn hemil á honum. Þó að sumt sem Sturla sagði geti svo sem orkað tvímælis, og verður ábyggilega síðar metið sem orð sögð í hita leiksins má ekki gleymi því að hann talaði af fullri sannfæringu þess manns sem talar fyrir málstað sem hann trúir á. Því miður var fulltrúi löggæslunnar, Hörður Jóhannesson, sá annars mæti maður, ekki jafn sannfærandi og talaði eins og sá embættismaður sem hann er og svaraði í véfréttastíl.

 

Þar liggur einmitt munurinn á mönnum eins og Sturlu sem er vörubílstjóri, rauðhærður strákur úr Breiðholtinu, sem er að stíga sín fyrstu skref í því að svara fyrir málstað sinn í fjölmiðlum, og hinum þrautþjálfuðu embættis- og stjórnmálamönnum sem oftast setjast fyrir framan spyrilinn og svara nánast engu af því sem þeir eru spurðir um. Það er svolítið langt síðan atvinnupólitíkus hefur fyllt þjóðina eldmóði er ég hræddur um.

 

Einhverjir hafa orðið til þess að stinga upp á að vörubílstjórar hættu þessum látum og fulltrúar þeirra byðu sig fram til þings í næstu kosningum. Þetta kann mörgum að þykja heillaráð.

 

En því miður er það nú þannig að mjög stór íslensku þjóðarinnar virðist ósáttur við megnið af því sem gert er á Alþingi, fyrir utan að mikið er talað er um að  þar komist aldrei neitt í framkvæmd, allavega ekki margt sem skiptir þjóðina raunverulega máli. Um leið og fram koma einstaklingar sem hafa hærra en við hin og virðast ætla að láta verkin tala, eru þeir hinir sömu vinsamlegast beðnir að hætta framtaksseminni og koma sér á þing, og þar með falla inn í hóp hinna framtakslausu. Við íslendingar, og ég er engin undantekning þar á, erum alltof hlýðin við stjórnvöld, sem ganga þá auðvitað á lagið og hegða sér eins og þau lystir eins og dæmin sanna. Við höldum áfram að tuða hvert í sínu horni, jafnt út í stjórnvöld og hina sem vilja koma á einhverjum breytingum. Ég held að íslendingum sé ekki viðbjargandi.

 

Eða eigum við bara að vera bjartsýn á nýju sumri og vænta þess að allt verði orðið mikið betra í haust?

 

Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.


mbl.is Óeirðir ekki einsdæmi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og hvað leggur þú þá til?

Að við styðjum ónýtan málstað eða gerum uppreisn gegn alþingi? Hvoru tveggja eru fáránlegir kostir. 

Gunnar (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 10:54

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hvorugt, Gunnar, heimurinn er ekki bara svarthvítur. 

Markús frá Djúpalæk, 24.4.2008 kl. 11:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband