Nýr Eurovision þáttur
22.4.2008 | 12:23
Í dag kl. 17 hefur göngu sína þáttur á Útvarpi Sögu þar sem ég og Sverrir Júlíusson munum líta á lögin í Eurovison keppninni þetta árið og reynum að meta hvort þau komast upp úr undankeppnunum tveimur. Við ætlum að heyra í Eurovision keppendum, núverandi og fyrrverandi, heyrum eurovision lög, gömul og ný. Við fáum góða gesti sem hjálpa okkur við matið á keppendum ársins 2008 og ýmislegt fleira verður gert til að búa til þessa einu sönnu Eurovision stemmningu.
Helga Möller og Valgeir Guðjónsson verða gestadómarar í næsta þætti 29. apríl, þegar við spilum lögin af fyrra undanúrslitakvöldinu.
Fylgist með okkur í hverri viku fram að úrslitakvöldinu í maí, á Útvarpi Sögu!
Flestir veðja á Rússa í Eurovision | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jæja komst hann að með sitt júróvision strákurinn, ánægður með þig boy.
Þórður Helgi Þórðarson, 22.4.2008 kl. 12:31
Þetta verður fjör !
Markús frá Djúpalæk, 22.4.2008 kl. 12:32
Ég hef ekki haft neina ásætðu til að tjá mig á netinu eða nokkur staðar, ekki fyrr en ég fór að hlusta á ykkur á útvarpi sögu.
Júróvísjón er aftur á móti ekki eitthvað sem maður tjaír sig um annað en að ég ætla að opna báðar skáphurðarnar með þér og Dodd litla í þessar fáeinu klukkustundir og skríða síðan inn aftur fram að gay pride.
Ég vona að okkur eigi eftir að ganga vel þarna úti aldrei að vita hvað gerist!
Jón Haukdal (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 13:50
Jibbí
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2008 kl. 14:08
Bara góða skemmtun öll sömul...
Markús frá Djúpalæk, 22.4.2008 kl. 14:30
Jón Arnar, það var kominn svo mikill vorhugur í mig að ég stökk fram um heilan mánuð. Takk fyrir ábendinguna og leiðrétting komin inn.
Markús frá Djúpalæk, 22.4.2008 kl. 20:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.