Skrýtin tilfinning
20.4.2008 | 11:05
..að sitja og tárast yfir örlögum fólks sem maður þekkir ekki neitt....
9 Finnar létu lífið í slysi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst það ekkert skrýtið heldur afskaplega manneskjulegt og bera vott um samkennd þess sem tárin fellir.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2008 kl. 14:06
Það sem ég held að hafi m.a. komið við mann, auk þess að Finnar eru Norðurlandabræður okkar, var staðurinn sem þetta hörmulega slys átti sér stað. Á þeim slóðum hefur maður oft verið, margir ástvinir manns og fjöldi Íslendinga. Tilhugsunin hrollvekjandi.
Á hinn bóginn þá er ég hjartanlega sammála yfirskriftinni enda snerta hörmungafréttir mann stundum illilega, þótt þær séu frá heimshlutum sem maður tengir ekkert við. Hver grét ekki í hjarta sínu vegna fórnarlamba Flóðbylgjunnar hryllilegu?
Beturvitringur, 20.4.2008 kl. 14:44
Það er mannlegt að vera með tilfinningar. Þetta var hræðilegt slys.
Linda litla, 20.4.2008 kl. 22:59
Það er ennþá skrítnara að sitja og gráta yfir örlögum tilbúinna persóna í sápuóperum.
Jens Guð, 21.4.2008 kl. 00:33
Ég er fegin að þau voru á leið heim, áttu vonandi ánægjulega dvöl á Spáni :)
Vigdís (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 01:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.