Nýjasta ógn heimsbyggðarinnar
19.4.2008 | 13:26
Sérfræðingar halda því fram að mesta ógnin sem stafar að heimsbyggðinni á næstu árum sé hópur öfgasinnaðra Bristolbúa sem ætla sér með öllum ráðum að breyta veröldinni allri í eina stóra Bristol.
Fólk er beðið að hafa vara á sér og láta yfirvöld og lögreglu vita ef það kemst á snoðir um dularfullar mannaferðir sem gætu verið Bristolbúar í leit að heimsyfirráðum.
![]() |
Sprengingar í Bristol |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Breytt s.d. kl. 14:01 | Facebook
Athugasemdir
Öfgasinnaðir múslimar eru ógn við vestræn gildi, og það á ekki að grínast um þau mál, þessir menn eru bara með eitt viðhorf og það er að eyða vestrænni menningu.
Lárus Baldursson (IP-tala skráð) 19.4.2008 kl. 14:13
Minn ágæti Lárus, það er kosturinn við málfrelsið, að það má grínast með flest ef ekki allt. Þannig að ég ætla ekki að byrja á því núna að spyrja þig leyfis um hvað ég grínast með og hvað ekki. Takk fyrir innlitið.
Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 14:28
Ef satt skal segja er þetta brilliant gott grín hjá þér, Lárus
. Og miðað við ofurviðkvæmi ónefndra trúarsamfélaga og svo blogglokanir undanfarna daga, er þetta mjög "rökrétt grín"
.
Ég mun fylgjast grannt með "Bristolbúum", í framtíðinni
.
Sigríður Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:55
Sorry, Markús, ætlaði ég að segja, nafnið fyrir ofan kommentið mitt "límdist" illilega inn á heilabúið mitt
.
Sigríður Sigurðardóttir, 19.4.2008 kl. 18:57
Mér fannst nú Lárus frekar fyndinn líka....
Markús frá Djúpalæk, 19.4.2008 kl. 20:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.