Hvers virði er málfrelsið?
18.4.2008 | 09:42
Þau tíðindi hafa borist að moggabloggið hafi lokað á bloggara að því er virðist, ef marka má tíðindi af málinu, eingöngu vegna skoðana hans. Skoðana sem munu þó ávallt hafa verið vel rökstuddar og settar fram á málefnalegan hátt. Sem betur fer finnast þannig skrifarar, sem hafa skoðanir á málum og horfa gagnrýnum augum á samfélag sitt. Nú hlýt ég að spyrja hvort það sé stefna moggabloggsins að útiloka alla sem hafa skoðanir, eða hvort það verði bara sérvaldar skoðanir sem verða bannaðar. Eins væri gott að vita hvort það sé þeim hugnanlegast að moggabloggið verði byggt upp af lýsingum á bleyjuskiptum og barnauppeldi (sem er auðvitað allra góðra gjalda vert) og einu fréttirnar sem fólk þorir að skrifa um eru fréttir eins og þessi um þotuliðið í útlöndum.
Ef ritskoðun á að tíðkast verðum við bloggarar að fá ítarlegar leiðbeiningar um hvað má segja og hvað ekki, við þurfum að fá reglur um hvað er leyfilegt og hvað ekki, því það er meginstoð réttarríkisins. Menn verða að vita ef yfir þeim hangir refsing hvaða háttsemi er refsiverð. Það er grundvallaratriði. Við eigum heimtingu á að mbl.is og Morgunblaðið setji fram skýrar reglur um hvernig þeir ætlast til að menn skrifi hér. Er það ekki?
Í 73. grein Stjórnarskrár Lýðveldisins Íslands segir:
Allir eru frjálsir skoðana sinna og sannfæringar.
Hver maður á rétt á að láta í ljós hugsanir sínar, en ábyrgjast verður hann þær fyrir dómi. Ritskoðun og aðrar sambærilegar tálmanir á tjáningarfrelsi má aldrei í lög leiða.
Tjáningarfrelsi má aðeins setja skorður með lögum í þágu allsherjarreglu eða öryggis ríkisins, til verndar heilsu eða siðgæði manna eða vegna réttinda eða mannorðs annarra, enda teljist þær nauðsynlegar og samrýmist lýðræðishefðum.
Moggabloggið slær líka sterkan varnagla og firrir sig í raun ábyrgð á skrifum bloggara með því að segja: Bloggfærslan er alfarið á ábyrgð skrifanda en endurspeglar ekki á neinn hátt skoðanir eða afstöðu mbl.is, og Morgunblaðsins.
Það þýðir að ef einstaklingi eða hópi manna finnst að sér vegið með orðum boggara skulu þeir leita réttar síns gagnvart viðkomandi skrifara, ábyrgðin er ekki Morgunblaðisins eða mbl.is.
Það er aldrei hægt að vera sammála öllum alltaf, sá sem þannig hegðar sér er ekki sjálfstæð manneskja. En ef moggabloggið heimtar að allir þeir sem hér skrifa syngi alltaf í sama kórnum eru dagar þess senn taldir. Fólk lætur ekki þagga niður í sér og finnur sér annan vettvang til að tjá sig, einn slíkur er í vinnslu og verður tilbúinn innan skamms, bloggið á heimasíðu Útvarps Sögu!
Britney borgar lögmönnum 28 milljónir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur, Markús! Þessu verður aldrei tekið þegjandi. Boltinn er hjá Mogganum og þaðan bíðum við nú við svara.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 18.4.2008 kl. 09:59
mjög vel orðað og góð grein. Það er hægt að eyða blogginu manns og öllum athugasemdum sem maður hefur gert á andartaki, eins gott að halda sig á mottunni
halkatla, 18.4.2008 kl. 10:00
569-1100, er síminn hjá mogganum hringjum öll og kvörtum og ef þeir afbanna ekki skúla þá skulum við segja upp mogganum!
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 11:35
569-1100, er síminn hjá mogganum hringjum öll og kvörtum og ef þeir afbanna ekki skúla þá skulum við segja upp áskriftini af mogganum!
Stór partur þeirra sem lesa moggan eru hægrimenn og krisntir svo við getum haft áhrif!
Salmann gefur upp síman sin opinberlega á islam.is til að hafa samband við sig sem er 895-1967 spurjum hann af hverju hann er að þessu!
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 12:00
Allir eru frjálsir skoðanna sinna, mikið rétt. Ég hef nú heldur betur fengið að finna fyrir því á mínu bloggi að ég skuli hafa skoðun á ýmsu. Ég er bara rökkuð niður fyrir það, en ég hætti ekki, I´ts a free country og ég hef rétt á minni skoðun eins og t.d. þú á þinni.
Linda litla, 18.4.2008 kl. 12:11
Rétt hjá þér, Linda. Og þó þú hafir aðrar skoðanir en ég á einhverjum hlutum er það ekki mitt að banna þínar skoðanir. Fólk verður seint allt sammála um alla hluti, en það er lágmark að virða vel ígrundaðar skoðanir annars fólks.
Markús frá Djúpalæk, 18.4.2008 kl. 12:19
Sá sem sér um bloggið hjá mbl verður við eftir klukkan 1 hringum öll og heimtum að tala við hann! 569-1100
Alexander Kristófer Gústafsson, 18.4.2008 kl. 12:20
Það er bar svo undarlegt með margt fólk að skoðanir sem að það hefur, það ætlast bara til að maður sé sammála, annars er maður bara fáviti eða asni. Þetta er eiginelga hlægilegt, var einmitt að ræða við móður mína í síma í morgun og við vorum að tala um eina færslu á blogginu mínu og hún var sammála því að það er eins go ég megi ekki hafa skoðun..... þetta er eiginlega bara hlægilegt.
Linda litla, 18.4.2008 kl. 12:23
Voltaire sagði: Ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það
Markús frá Djúpalæk, 18.4.2008 kl. 12:26
Hver er réttur Moggans til að birta það sem þeim hentar ?
Ég hugsa reyndar að réttur moggans í þessu máli, sé töluvert sterkari en bloggarans Skúla, sem bloggar inná kerfi sem Mogginn á, rekur og ræður nákvæmlega hverjir fá að nota og hverjir ekki.
Og þessi lagagrein sem þú vísar í hefur ekkert með þessa mogga-lokun að gera, vegna þess að mogginn hefur rétt til að birta þau blogg, hafa þau blogg opin sem þeim langar til.
Þeir hafa orðið hræddir við lögsókn, af nákvæmlega sömu ástæðu og ef þeir myndu birta einhversskonar níðingsgrein í blaði sínu.
En Skúli ætti hinsvegar ekki að detta af baki, og opna sína eigin bloggsíðu (ekki bloggsíðu í eigu Moggans eða annara sem ekki þola skoðanir hans)
Að sama skapi, ef Skúli opnar bloggsíðu með sjálfan sig sem ábyrgðarmann, þá getur hann skrifað það sem honum hentað, án þess að taka eigenda bloggsíðunnar með sér í skítinn, ef lögsókn fer í gang.
annars bendi ég á gamla færslu Markúsar -> http://markusth.blog.is/blog/markusth/entry/509159/
Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 13:04
Ingólfur, þetta var engin venjuleg lagagrein. Þetta var grein í grundvallarlöggjöfinni, stjórnarskrá sem óvart er æðri öllum öðrum lögum og reglugerðum í landinu.
Markús frá Djúpalæk, 18.4.2008 kl. 13:33
Það er hárrétt....... ef stjórnvöld væru til að mynda að loka bloggum og annað slíkt, þá myndi þessi lagagrein gilda.
En þar sem um hlutafélagið Árvakur (eiganda moggans) er að ræða, þá geta þeir án þess að taka tillits til kóngs né prests, lokað þeim bloggum sem þeim finnst ekki vera viðeigandi.
Og það er klárlega þeirra réttur, sem eigenda bloggkerfisins blog.is. Á nákvæmlegu sömu forsendum og þeir geta ákveðið hvaða greinar birtast í blaðinu hjá sér, og hvaða greinar ekki birtast.
Bara eins og Útvarp Saga ræður hver kemst inní dagskrá eða ekki (þeir sem á annaðborð vilja borga sig inní dagskránna)
Þessvegna skora á á Skúla Íslambloggara, að detta ekki af baki, og opna sína eigin bloggsíðu, annaðhvort hjá einhverju öðru fyrirtæki, eða einfaldlega hjá sjálfum sér.
Ingólfur Þór Guðmundsson, 18.4.2008 kl. 14:25
Sæll Markús ég vildi þakka þér fyrir dug og þor, málfrelsi ber að verja og hver sem finnur ástæðu til þess að hafna slíku hafnar um leið öllu frelsi, því frelsi er ekki hægt búta niður, málfrelsi er í eðli sínu mannréttindi...
Ég æta að skella hér inn aftur orðum Voltaire, þau eiga að vera mantra okkar sem elskum frelsi í allri sinni fullkomnu og ófullkomnu mynd. þessi orð eru yndisleg.
"ég er ósammála því sem þú segir, en ég mun verja með lífi mínu rétt þinn til að segja það."
kv.
Linda, 18.4.2008 kl. 17:03
Markús, rock on! Takk fyrir frábæra grein!
Guðsteinn Haukur Barkarson, 18.4.2008 kl. 17:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.