Ekki meir, ekki meir...

Mér finnst Mike Myers skemmtilegur leikari. Hann var til dćmis ferlega fínn í So I married an Axe murderer, vanmetinni gamanmynd frá 1993. Ţar sýndi hann hćfileika sína í ađ bregđa sér í allra kvikinda líka, ekki síst skozkra. Hann var ágćtur í Wayne´s world og stórgóđur í 54.  

Áriđ 1997 ţegar Mike Myers skaust fram á sjónarsviđiđ sem alţjóđlegi njósnarinn Mike Myers, fannst mér ţađ óskaplega fyndiđ. Ég var reyndar yngri ţá. Ekki mikiđ samt og mér finnst fyrstu tvćr myndirnar um njósnarann bara takk bćrilega fyndnar ennţá. Síđan komu ţessi ósköp Goldmember, og annađ hvort er ég ađ verđa gamall fretur sem prumpar bara ryki, eđa Austin Powers dćmiđ var ţrotiđ af kröftum. Ég hef ekki getađ horft á Goldmember til enda ennţá. Ţađ er eitthvađ viđ ţá mynd sem fer ósegjanlega í taugarnar á mér - og nú segir sagan ađ bćta eigi viđ fjórđu myndinni. Ég segi bara ... ekki meir ekki meir. Og ef ţađ verđur meir, plís vandiđ ykkur og ekki endurvinna 10 ára gamla brandara.

Mér sýnist nefnilega ţađ sem ég hef séđ úr myndinni The Love Guru ţar sem Mike leikur gúrúinn sjálfan Pitka, lykta pínulítiđ eins og Austin Powers međ túrban. Hún verđur frumsýnd í sumar, og mig grunar ađ pjakkurinn Bara í Vatnaskógi muni stela senunni. Ég ćtla auđvitađ ađ sjá myndina ţví mér finnst Mike Myers fyndinn, yfirleitt.


mbl.is Bundchen í nćstu Austin Powers-mynd
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Nonni

Ég held ađ ţú verđir ađ gefa Goldmember annan séns hún er međ fyndnari myndum sem gerđar hafa veriđ ađ mínu mati.

Nonni, 17.4.2008 kl. 17:08

2 Smámynd: Markús frá Djúpalćk

Ég er greinilega orđinn rykskrýmsli. Getur veriđ ađ ég reyni en lofa ekki ađ ég hlći.

Markús frá Djúpalćk, 17.4.2008 kl. 18:26

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband