Ekki meir, ekki meir...
17.4.2008 | 09:04
Mér finnst Mike Myers skemmtilegur leikari. Hann var til dæmis ferlega fínn í So I married an Axe murderer, vanmetinni gamanmynd frá 1993. Þar sýndi hann hæfileika sína í að bregða sér í allra kvikinda líka, ekki síst skozkra. Hann var ágætur í Wayne´s world og stórgóður í 54.
Árið 1997 þegar Mike Myers skaust fram á sjónarsviðið sem alþjóðlegi njósnarinn Mike Myers, fannst mér það óskaplega fyndið. Ég var reyndar yngri þá. Ekki mikið samt og mér finnst fyrstu tvær myndirnar um njósnarann bara takk bærilega fyndnar ennþá. Síðan komu þessi ósköp Goldmember, og annað hvort er ég að verða gamall fretur sem prumpar bara ryki, eða Austin Powers dæmið var þrotið af kröftum. Ég hef ekki getað horft á Goldmember til enda ennþá. Það er eitthvað við þá mynd sem fer ósegjanlega í taugarnar á mér - og nú segir sagan að bæta eigi við fjórðu myndinni. Ég segi bara ... ekki meir ekki meir. Og ef það verður meir, plís vandið ykkur og ekki endurvinna 10 ára gamla brandara.
Mér sýnist nefnilega það sem ég hef séð úr myndinni The Love Guru þar sem Mike leikur gúrúinn sjálfan Pitka, lykta pínulítið eins og Austin Powers með túrban. Hún verður frumsýnd í sumar, og mig grunar að pjakkurinn Bara í Vatnaskógi muni stela senunni. Ég ætla auðvitað að sjá myndina því mér finnst Mike Myers fyndinn, yfirleitt.
Bundchen í næstu Austin Powers-mynd | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt s.d. kl. 10:13 | Facebook
Athugasemdir
Ég held að þú verðir að gefa Goldmember annan séns hún er með fyndnari myndum sem gerðar hafa verið að mínu mati.
Nonni, 17.4.2008 kl. 17:08
Ég er greinilega orðinn rykskrýmsli. Getur verið að ég reyni en lofa ekki að ég hlæi.
Markús frá Djúpalæk, 17.4.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.