Eurovision...

Eins og einhverjir vita mun hinn bráðskemmtilegi samnorræni spekingaþáttur ekki verða á dagskrá ríkissjónvarpsins í aðdraganda Eurovision söngvakeppninnar í ár. Til að mæta því tómarúmi sem  myndast við það hefur RUV leitað til Páls Óskars Hjálmtýssonar sem mun stjórna þremur þáttum þar sem farið verður í gegnum lögin 43 sem keppa um hylli áhorfenda þetta árið. Palli hefur fengið Dr. Gunna, Guðrúnu Gunnars og Reyni Þór Eggertsson til liðs við sig. Þau munu á sinn einstaka hátt reyna að komast að sameiginlegri niðurstöðu um hvort hvert og eitt lag muni komast alla leið.

Fyrsti þátturinn verður sýndur laugardagskvöldið 3.maí og er hver þáttur um fjörutíu mínútur að lengd. Það er ekki við öðru að búast en miklu fjöri þar sem þetta fólk er samankomið, Eurovision nördarnir geta allavega farið að láta sig hlakka til. Líka þeir sem verða óvenju hýrir á þessum árstíma eins og Doddi litli og fleiri góðir menn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórður Helgi Þórðarson

Hressandi þáttur geri ég ráð fyrir.

Þórður Helgi Þórðarson, 15.4.2008 kl. 12:23

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hýrleiksþáttur...

Markús frá Djúpalæk, 15.4.2008 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband