Ólíkt hafast dómararnir að - og löggjafinn
15.4.2008 | 08:58
Í Bandaríkjum Norður Ameríku getur frekar ólánlegur maður sem hefur verið gripinn við þukl í 53 skipti átt yfir höfði sér ævilanga frelsissviptingu. Aftur á móti ef íslendingur nauðgar og misþyrmir konu þannig að hún bíður þess sennilega aldrei bætur, fær hann refsingu sem í samanburði við þá bandarísku er eins og högg á handarbakið.
Án þess að ég sé að heimta jafnþungar refsingar og tíðkast í Bandaríkjunum held ég það þurfi að gera eitthvað til þess að þeim sem beita kynferðislegu eða öðru ofbeldi svíði eftir athæfi sitt!
Jarðlestarottan kann að hljóta lífstíðardóm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, þessir íslensku dómar eru fyrir neðan allar hellur. Skamm fyrir að eyðileggja líf einstaklings, skamm skamm. En hún bauð að vísu upp á það svo bara pínu skamm. Sýnir best hvað er í forgangi hjá þessum blessuðu dómurum og hvaða augum þeir líta kvenkynið. Þegar þú færð þyngri dóm fyrir að nota ekki heimildir rétt heldur en að rústa sálarlífi eintaklings til frambúðar ja þá er eitthvað að.
Bylgja Hafþórsdóttir, 15.4.2008 kl. 10:21
Vandamálið liggur bara að hluta hjá dómurunum. Aðalorsök vandans er hjá löggjafanum, þ.e. ríki og hinu háa Alþingi, sem er að venju í vasanum á ríkisstjórninni. Þar ætti að koma mun skeleggari löggjöf og ákveðin fyrirmæli um það hvernig skuli taka á svona málum, ef sekt er sönnuð að fullu.
Tómas Þráinsson, 15.4.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.