Merkileg nýjung - en spurning um gagnsemi
14.4.2008 | 15:52
Lögregluembætti víða um heim hafa tekið upp þá nýlundu er kallast fingrafaraskoðun. Með þeim hætti munu menn telja að hægt verði að greina hver skilur eftir sig húðfitu á hlutum sem finnast eða eru skildir eftir á glæpavettvangi. Vísindamenn telja að engin tvö fingraför séu eins og því muni þessa nýja tækni reynast bylting við að hafa uppi á brotamönnum. Ég verð að segja að ég er efins um þessa nýju tækni, ekkert mun reynast þeim sem eltast við glæpamenn jafn haldgott við lausn glæpamála og gamla góða hyggjuvitið og innsæið. Allt raup um aðferðir vísindanna er oftast nær bóla sem engu skilar til lengri tíma litið.
Góðar stundir.
Fingrafarið kom upp um þjófinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkar: Bækur, Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 16:00 | Facebook
Athugasemdir
Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt, -hvað kemur næst.. vélmenni á hestum?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.4.2008 kl. 16:05
Mér dettur helst í hug að þeir ætli að fara að nota vagna án hesta, til að ferðast um stræti og torg. Ég hef nú ekki mikla trú á því, menn verða aldrei ríkir á svoleiðis farartækjum
Tómas Þráinsson, 14.4.2008 kl. 16:25
Svo er þetta nýjasta, uppfinding frá Ameríku sem þeir kalla telefón. Hvaða tilgangi þjónar það að geta heyrt raddir viðmælanda sinna, bréf hafa nú þótt fullgóð hingað til.
Markús frá Djúpalæk, 14.4.2008 kl. 16:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.