Útrás ríkisstjórnarinnar
13.4.2008 | 20:12
Þessi útþrá á sér fleiri birtingarmyndir og spyr ekki um stétt og stöðu. Í liðinni viku var helmingur ríkisstjórnarinnar fjarri Íslandsströndum, funduð þið mun?
Forsætisráðherra Geir H. Haarde var í Svíþjóð í síðustu viku og fyrr í dag var hann staddur í Boston. Þaðan hélt hann til Nýfundnalands. Að öllum líkindum er hann væntanlegur til Íslands á miðvikudaginn.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er stödd í Washington þar sem hún átti meðal annars fund með Conduleezzu Rice. Í dag sat hún fund Alþjóðabankans um loftlagsmál.
Björgvin G. Sigurðsson, viðskiptaráðherra, hélt eins og kunnugt er í opinbera heimsókn til Kína í gær. Hann ætlar meðal annars að heimsækja ráðherra iðnaðar- og viðskiptamála auk aðstoðarráðherra utanríkismála. Hann hyggst líka heimsækja íslensk fyrirtæki í landinu. Hann hefur einnig sagst ætla að mótmæla ástandinu í Tíbet.
Össur Skarphéðinsson kom heim í gær úr vikuferð sinni við að kynna sér orkumál í Eþíópíu, Jemen og Djíbútí.
Samgönguráðherra Kristján Möller fór í opinbera heimsókn til Brussel í dag þar sem hann ræðir við framkvæmdastjóra samöngu-, fjarskipta- og byggðamála.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er í Þýskalandi í einkaerindum.
Mér skilst að restin sé önnum kafin við að pakka.
Auðurinn kemur að utan | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Ferðalög, Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:14 | Facebook
Athugasemdir
-Var það ekki Boney M sem söng One Way Ticket?..
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 14.4.2008 kl. 09:04
Ég býst við að þetta lið komi aftur heim....?
Garðar Valur Hallfreðsson, 14.4.2008 kl. 09:40
Ja - spurning hvort við þurfum eitthvað á því að halda að þau snúi til baka... en ekki sjálfgefið heldur með gæði þess sem í staðinn kæmi.
Markús frá Djúpalæk, 14.4.2008 kl. 09:46
Væri það ekki þjóðráð að flytja allt þetta pakk út til annarra landa, svona til að fækka bitlingaþegunum hérlendis. Kannski ættum við þá séns að fá eins og einn bitling fyrir að rífa kjaft í rituðu máli á þessum vef
Tómas Þráinsson, 14.4.2008 kl. 16:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.