Ekki sama gæfa og gjörvileiki
13.4.2008 | 18:41
Mark Speight er þekktastur fyrir að hafa stjórnað listaþætti fyrir börn, SMart, á BBC frá árinu 1994.
Eftir að unnusta hans, Natasha Collins fannst látin á heimili þeirra snemma í janúar síðastliðnum var Mark handtekinn og færður til yfirheyrslu hjá lögreglu en var fljótlega sleppt því ekkert virtist bendla hann við andlát hennar. Ofneysla eiturlyfja hafði orðið henni að aldurtila. Hann hefur að sögn barist við mikla sektarkennd vegna andláts unnustunnar en þau höfðu setið að sumbli í eiturlyfjum og áfengi kvöldið áður en hún lést. Þann 8. apríl síðastliðinn var tilkynnt um hvarf Marks eftir að hann hafði látið hjá líða að mæta á fund daginn áður. Í dag þann 13. apríl fannst lík á afskekktum hluta Paddington lestarstöðvarinnar í London sem talið er að geti verið Mark Speight.
Hann hafði slökkt á farsímanum sínum þannig að engin leið var að ná í hann en tveir lögreglumenn höfðu gengið fram á hann nærri Kilburn og höfðu boðið honum aðstoð sína því þeim leist ekki á útlitið á honum. Hann þáði það ekki. Þessar myndir eru taldar þær síðustu sem náðust af Mark Speight rétt áður en hann steig um borð í neðanjarðarlest á Bakerloo línunni, skömmu eftir að hann hafði tekið út peninga í hraðbanka.
Síðustu daga hafa foreldrar hans og móðir Natöshu með aðstöð fjölmiðla beðið Mark að hafa samband en án árangurs. Rannsókn á eftir að leiða í ljós hvað varð honum að fjörtjóni en fyrir liggur að hann varð ekki fyrir lest.
Örlög þessa fólks sýnir okkur svart á hvítu að það er ekki nóg að hafa allt til alls, frama og peninga, ef þeim vágesti eiturlyfjunum hefur verið boðið heim.
Breskur sjónvarpskynnir fannst látinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
kallanginn
Hrönn Sigurðardóttir, 13.4.2008 kl. 19:25
Stundum sligast menn bara undan fargi misþungra áfalla.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 13.4.2008 kl. 19:45
Jú svo er það nú líka satt, ó þú vísa Helga
Markús frá Djúpalæk, 13.4.2008 kl. 19:56
Hann hefði kannski átt að skoða hvert ferðinni væri heitið, áður en hann lagði af stað niður hin þyrnum stráða stíg eiturlyfjaneyslu og annars sukks. Það þarf oft ekkert mikið útaf að bera til að áföllin verði mönnum um megn.
Tómas Þráinsson, 14.4.2008 kl. 12:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.