Vitfirringur - eða þegar ég lenti í löggunni
12.4.2008 | 10:14
Lögreglan stöðvaði mig einu sinni í reglulegu eftirliti og af einhverjum ástæðum skoðuðu verðir laganna bæði mig og bílinn mjög vel. Eftir að skoðunnni lauk og ég stóð skömmustulegur fyrir framan þá sagði annar lögreglumannanna:
- Ég sé að hraðamælirinn er bilaður í skrjóðnum. Af hverju læturðu ekki gera við hann?
- Það er óþarfi. Ég veit alveg hvað ég ek hratt!
- Nú hvernig þá? Spurði þá lögreglumaðurinn og var greinilega ekki skemmt.
- Jú sjáðu, þegar ég keyri á fjörtíu þá skröltir í stuðaranum, á sextíu fara rúðurnar að skrölta og þegar ég ek á áttatíu þá skrölti ég.
Tekinn á 150 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Athugasemdir
Og þú hefur náttúrlega staðið þarna skíthræddur og skjálfandi?
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 13:05
Átti einu sinni citroen bragga. Hlakkaði alltaf svo mikið til að ég yrði stoppuð vegna of hraðs aksturs. Ætlaði nefnilega að bjóða lögreglunni að reyna að koma honum upp í ólöglegan hraða, - ef þeir gætu. Varð aldrei af því.
Beturvitringur, 12.4.2008 kl. 13:28
Hehe Helga - nei ég var allsgáður og akandi. Beturvitringur, það má alveg koma Bragga hratt áfram, ég sá það í James Bond mynd
Markús frá Djúpalæk, 12.4.2008 kl. 13:38
Já, hann komst miklu hraðar niður í móti og hefði komist enn hraðar ef James Bond hefði verið með mér þessi skipti.
Beturvitringur, 12.4.2008 kl. 20:45
Bíddu, ertu að segja að James Bond hafi ekki látið sjá sig þegar mest þurfti á að halda?
Markús frá Djúpalæk, 12.4.2008 kl. 21:32
Þessi lýsing Markús á virkilega vel við mína lýsingu, þarna um árið þegar ég tók mig til og ók mínum bíl til Rek. Lýsingar þínar á hraðamælingunni"þrátt fyrir að mælirinn hafi verið ónýtur"Hefðu átt vel við mína útlistun á niðurleið skíðaskálabrekkunnar.
Eiríkur Harðarson, 12.4.2008 kl. 23:53
Markús frá Djúpalæk, 13.4.2008 kl. 00:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.