Myglusveppurinn

Í Rödd Alþýðunnar fyrir tæpum hálfum mánuði heyrðum við í henni Bylgju Hafþórsdóttur sem sagði sögu sína af vágestinum sem eyddi húsinu hennar, myglusveppinum. Hún var ótrúlega æðrulaus þrátt fyrir að enginn virtist geta eða vilja hlaupa undir bagga, hvort sem um var að ræða tryggingafélag þeirra, viðlagasjóð, bjargráðasjóð, fyrri eigandi. Allstaðar hafa mætt þeim lokaðar dyr. Nú er komið að okkur, íslendingar hafa hlaupið undir bagga með fólki sem hefur misst allt sitt áður, og því miður er það þannig, eins og hún Sylgja Dögg frá Hús og heilsu sagði, þetta getur gerst hvar sem er. Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum.

Ég birti hér aftur reikningsnúmerið vegna söfnunarinnar fyrir Bylgju og fjölskyldu:

Reikningsnúmer 1102-15-9217, kt. 241064-5149.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

"Myglusveppurinn laumast inn til okkar án þess að við verðum vör við það meira að segja, unir sér best í raka og er ekki svo auðveldur viðureignar þegar hann hefur skotið rótum."

Það bætir enginn myglusvepp sem hagar sér svona. -En ef það væri fyrrverandi? Nahh kannski ekki. Bara að spá í hvort ég ætti ósóttar bætur einhvers staðar..

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.4.2008 kl. 23:22

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Aldrei að vita - en mér skilst að enginn vilji búa með myglusveppi....

Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 23:36

3 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Fáir myndu vilja þannig músrúm í híbýlum sínum.. með eða án bóta.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 12.4.2008 kl. 03:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband