Ekki drepa mig!
11.4.2008 | 13:43
Fréttir voru að berast af því að fimmtug kona hefði í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag verið dæmd í 4 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa á síðasta ári haft í vörslu sinni í tæpt hálft kíló af hassi og 35 grömm af amfetamíni.
Konan viðurkenndi að hafa ætlað að selja fíkniefnin.
Hún hefur aldrei gerst brotleg við lög og slapp því með vægan dóm miðað við magn efnanna sem hún var tekin með.
Þau voru þó öll gerð upptæk sem og þrjú hundruð þúsund krónur í reiðufé sem fannst á heimili konunnar þegar hún var tekin.
Hvaða skilaboð sendir þetta fólki? Ég held að fimmtug manneskja viti fullvel hvaða áhrif sala eiturlyfja hefur á börnin okkar, það hefði að mínu viti átt að dæma hana til miklu þyngri refsingar og henda lyklinum. Refsingin þess sem fellur í pytt eiturlyfjanna er margfalt þyngri og skelfilegri en þessi kona fékk.
Kalliði mig vondan og snúið upp á eyrun á mér!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:47 | Facebook
Athugasemdir
Þú ert ekki vondur, og ég bara næ ekki í eyrun á þér
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 16:54
Þó þau séu stór?
Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 17:05
Þú ert vondur og bíddu bara þar til ég næ í eyrun á þér!
Ég hef reyndar ekkert fyrir mér með vonsku þína, var bara að prufa hvernig fílíng það væri að gegna skipunum...
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.4.2008 kl. 22:50
Og hvernig fíling var það?
Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 22:57
Nýstárleg.
Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.4.2008 kl. 23:13
Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 23:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.