Vinir Tíbets

Birgitta-JonsdottirBirgitta Jónsdóttir skáldkona og formaður félagsins Vina Tíbets verður í síðdegisviðtalinu í dag á Útvarpi Sögu. Ég ætla að fá hana til að fræða mig um Tíbet og hvað er að gerast þar. Um ítök Kínverja í landinu og um hvað mótmælin gegn ferð Ólympíueldsins um heimsbyggðina snúast.

Ég veit að þetta verður áhrifamikið og áhugavert viðtal og hvet fólk til að hlusta í dag milli kl. 16 og 17.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Takk.  Ég hlusta, ekki spurning.

Jenný Anna Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 10:14

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ahhh er þátturinn endurtekinn?

Hrönn Sigurðardóttir, 11.4.2008 kl. 19:04

3 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Hann er ábyggilega endurtekinn einhvern tíma í kvöld, og svo um helgina.

Markús frá Djúpalæk, 11.4.2008 kl. 19:20

4 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Við hlustuðum með athygli hér í útlandinu í gegnum heimasíðu Sögu. Þetta var virkilega góður og upplýsandi þáttur og Birgitta Jónsdóttir kom fram sem frábær fulltrúi þessa aðkallandi málefnis.

Hún sagði okkur hvert um sig geta hjálpað með því að halda málefnum Tíbets í umræðunni og mótmæla ótrúlega ómannlegri meðferð Kínverja á þeim, þegar og þar sem við gætum. En jafnframt að gera það friðsamlega og af þeirri háttsemi sem einkennir tíbetsku þjóðina.

Ég lýsi hér með yfir andstyggð minni á framkomu Kínverja gagnvart tíbetsku þjóðinni.

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 11.4.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband