Bruðlið

- og seini fattarinn í mér

Það er auðvitað ekki í tízku að tala um fréttir gærdagsins en mér er pínulítið ofboðið. Kannski degi of seint en ég læt mig bara hafa það. 

Í gær var tilkynnt hver kostnaðurinn við einkaþotu þotuliðsins Ibbu og Geira hefði verið. Upphæðin er fjórarkommatværmilljónir íslenskra króna. Við eina ferð til Rúmeníu fyrir tvo ráðherra og átta manna fylgdarlið. Nú spyr ég bara, hvaða helvítis bruðl er þetta með peningana mína? Til hvers þurftu 10 manns að fara til Búkarest? Og hvernig dettur fólki í hug að það sé ásættanlegt að nokkura daga ferð geti kostað 420 þúsund á mann? Svo leyfir forsætisráðuneytið sér að stæra sig af því að hafa sparað fimm vinnudaga metna á 200 þúsund kall og dagpeninga upp á 100 þúsund og fær út að kostnaðaraukinn við að nota einkaþotu í stað áætlunarflugs hafi aðeins verið 200 þúsund krónur. Crap!

Ég mótmæli allur!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég líka!

Hrönn Sigurðardóttir, 10.4.2008 kl. 09:18

2 Smámynd: Helga Guðrún Eiríksdóttir

Sama hér. Öll með tölu!

Helga Guðrún Eiríksdóttir, 10.4.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband