Skáldin í lögreglunni
9.4.2008 | 13:37
Brot 20 ökumanna voru mynduð á Garðaflöt í Garðabæ í dag. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Garðaflöt í vesturátt, að Smáraflöt. Á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 49 ökutæki þessa akstursleið og því ók stór hluti ökumanna, eða 41%, of hratt eða yfir afskiptahraða. Meðalhraði hinna brotlegu var rúmlega 48 km/klst en þarna er 30 km hámarkshraði. Níu óku á 50 km hraða eða meira en sá sem hraðast ók mældist á 61.
Eftirlit lögreglunnar á Garðaflöt er hluti af sérstöku umferðar- og hraðaeftirliti í og við íbúðargötur í umdæminu en unnið er eftir ábendingum frá starfsmönnum svæðisstöðva lögreglunnar. Á Garðaflöt var staðsett ómerkt lögreglubifreið sem er búin myndavélabúnaði. Reynslan hefur sýnt að notkun slíks búnaðar gefur gagnlegar upplýsingar um ástand umferðarmála og auðveldar leit að lausnum þar sem þeirra er þörf.
- - -
Fíkniefni fundust við húsleit í vesturbæ Reykjavíkur nú síðdegis. Talið er að um sé að ræða 200 grömm af marijúana, 40 grömm af amfetamíni og 300 skammta af LSD. Karl um fertugt og kona á þrítugsaldri voru handtekin vegna rannsóknar málsins. Húsleitin var framkvæmd að undangengnum dómsúrskurði.
Í framhaldinu var farið í hús annars staðar á höfuðborgarsvæðinu en þar fundust neysluskammtar af fíkniefnum sömu tegundar og áður var getið.
Orðhagur lögreglumaður áminntur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.