Ding dong...frábær gestur
9.4.2008 | 10:41
Við ákváðum að láta efnahagsumræðuna, vörubílstjóraólæti og ofbeldistal lönd og leið í Rödd Alþýðunnar í morgun. Í staðinn var slegið á létta strengi með hinum bráðefnilega útvarpsmanni Þórði Helga Þórðarsyni. Hann gerði garðinn eitt sinn frægan í þáttum sem kallaðir voru Ding Dong og áttu sér líf á 3-4 útvarpsstöðvum í denn. Doddi litli eins og hann er stundum kallaður stýrði þeim þætti ásamt ungum sveini sem Pétur Jóhann Sigfússon heitir. Þarna stunduðu þeir símahrekki, grín og bellibrögð eins og þeim einum er lagið og urðu gríðarvinsælir fyrir vikið.
Þórður fór á kostum, við heyrðum nokkur góð atriði úr Ding Dong, spjölluðum um Eurovision og hvernig hann verður hýr tvisvar á ári, í kringum Eurovision og Gay Pride.....
Best að segja ekki meira heldur hvetja þá sem af misstu að hlusta á þáttinn í endurflutningi milli kl. 13 og 15 í dag.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.