Ljóð dagsins

0salinSyngjandi sveittur 
Sælt veri fólkið, skyrhvítt og skóbrúnt.
Ég tigna það að sjá ykkur brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.

Ég er syngjandi sveittur.
Stend hér í kvöld.
Á þessu ég aldrei verð þreyttur
þó líði ár og öld.

Vorið er komið og grundirnar gróa.
Dillið ykkur vilt og galið brosandi breitt
með bindishnút og blóm.
Við vonumst til að geta veitt ykkur það
sem hittir ykkur beint í hjartastað.
Ég segi við ykkur:
Allir út á gólf og syngjum einum róm.

Ég er syngjandi sveittur...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bylgja Hafþórsdóttir

Þú ert æði he he. Það er svo yndislegt að vera komin hingað og aðeins að líta upp frá þessu öllu saman. Kannski ég nái einhverju heimspekilegu bloggi á meðan ég er hér.

Love Bylgja

Bylgja Hafþórsdóttir, 8.4.2008 kl. 22:09

2 Smámynd: Markús frá Djúpalæk

Siglufjörður er uppspretta mikillar heimspeki. Allavega gæti ég trúað að það væri friður til að hugsa þar.

Markús frá Djúpalæk, 8.4.2008 kl. 22:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband